mánudagur, 28. janúar 2008

Félagsgjöld og fleira... ENDURBIRTING/ÁMINNING



Jæja. Nú er það make or brake eins og einhver sagði. Nú skiljum við kjarnann frá hisminu. Nú verða félagsgjöld Hreppakappa að veruleika. Þeir sem eru fæddir árið 1991 og fyrr þurfa að greiða 5.000 krónur í félagsgjöld FYRIR 16. FEBRÚAR 2008. "Eindagi" er 15. febrúar og þeir sem verða ekki búnir að greiða þá verða teknir af félagaskránni. Og þeir sem ætla líka í Estró-Testó-2008 verða að greiða 5.000 króna staðfestingargjald í leiðinni. (5.000 kr + 5.000 kr = 10.000 kr). Þannig að kvöldi 15. febrúar er stjórn með endanlegan lista félagsmanna og ferðalanga í Estró-Testó-2008. Reikningsnúmerið sem leggja á inn á er 0319-26-6505 og kennitala félagsins er 650507-0370. Stjórnin mun sjá í heimabankanum hverjir eru búnir að borga og merkir það hjá sér. Félagsgjöldin munu mögulega fara í heimasíðu, árshátíð, ferðalag eða námskeið. Það verður allt rætt á aðalfundi félagsins sem fram fer í apríl.

Þegar listinn yfir ferðalangana er orðinn klár verður haldinn fundur með þeim sem á honum eru til þess að hefja nákvæma skipulagningu hennar. Það verður auglýst síðar.

Yngri félagsmenn. Nú ætla ég að reyna að snúa mér að ykkur. Þannig er mál með vexti að fram að páskum verður ekki mikið um að vera í félagsstarfi vegna anna hjá stjórn. En við viljum fara að gera eitthvað fyrir ykkur. Því setti ég inn skoðanakönnun sem ég vill að yngri meðlimir félagsins svari. Hugmyndin er að við í stjórninni tökum okkur til laugardaginn 22. mars (dagurinn fyrir páskadag) og tökum ykkur yngri á námskeið. Þetta er bara hugmynd á frumstigi en þá myndum við kannski byrja á því að hittast einhvers staðar í skemmu með hjólin okkar og fara yfir viðhald og ástand hjóla. Sýna ykkur það helsta sem þarf að fylgjast með og annað slíkt. Síðan ef að aðstæður leyfa, þá myndum við fara í Hverabakka-brautina þar sem við hjólum saman og við reynum að miðla reynslu okkar til ykkar. Endilega svarið könnuninni og tjáið ykkur í athugasemdum um málið. Komið einnig með hugmyndir að einhverju sem við getum gert fyrir ykkur.

Látið orðið berast um félagsgjöldin því það fer mikill tími í að segja öllum 3svar frá því. Ég bara hef EKKI tíma í það. "You snooze, you lose."

EL GRJÓNÓ

sunnudagur, 27. janúar 2008

Nýjar myndir í albúmi...


Skellti inn myndasafni úr sleða- og jeppaferð sem Jónsi og Bangsinn fóru í. Smellið bara yfir í myndaalbúmið.

EL GRJÓNÓ

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Kapparnir laða að...


Já Kapparnir laða að bæði ljósmyndara og konur. Ég þarf að fara meira um í peysunni minni með því hugarfari að ég sé að fara að "hözzla feitt".

EL GRJÓNÓ

Supercross-ið á Bar Uno á föstudagskvöldið...


Já, Bar Uno, Engihjalla 8, mun sýna frá 450 flokknum í Supercross á risaskjá á föstudagskvöldið klukkan 9. Heyrst hefur að tilboð verði á barnum á meðan Reed og félagar taka á því. Þetta er líka síðasti sénsinn til þess að sjá James "Bubba" Stewart keppa í Supercross-i þetta árið. En hann gaf út eftir þessa keppni að hann mun taka sér frí frá Supercross-inu til þess að leyfa meiðslum á hné að gróa fyrir Outdoor MX nationals. Það verður gaman að sjá hvort Reed, Windham, Langston eða Alessi hafi haft betur en hann í þessari keppni. Svo verður einnig gaman að sjá í vetur hver þessara mun tróna á toppnum í lok tímabils.

EL GRJÓNÓ

ps. þegar ég tala um keppnina í þátíð, er það vegna þess að hún fór fram á laugardaginn en verður sýnd á Sýn á föstudaginn. Þeim sem kjafta frá verður boðið í teppapartý. Teppapartý er ekki jafn skemmtilegt og það hljómar fyrir þann sem er boðið.

mánudagur, 21. janúar 2008

Bangsinn og Jónsi Prófuðu púðrið.


Já það var falleg veðrið (alla vega miðað við út sýnið á þessari mynd) sem tók á móti ljósmyndara okkar við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum á laugardagsmorgun, þegar undirritaður og Gummi Bangsi fórum í samfloti með nokkrum jeppum upp að Lyngdalsheiði að leika okkur og tilkeyra nýjan M1000 frá AC.

Færið á fjöllum er varla fyrir smásleða og óvana menn hahaha.

En þeir lúkkuðu feitan á sléttunum.

Þetta er bara brot af myndumnum sem munu koma fljótlega í myndaalmbúmið.
og enn og aftur hvet ég sleðamennina til að vera í sambandi og kíkja með mér í smá túr.

Kveðja Jónsi #889# sími 8604431

fimmtudagur, 17. janúar 2008

Það snjóar og þessi er til sölu.


Já piltar og pæjur, þetta djásn er til sölu. Crossfire Sno Pro 700cc árgerð 2006 ekinn 1464 kílómetra, neglt belti. Mjög, og þá meina ég mjög vel með farinn sleði sem er tilbúinn á fjöll. Áhv 870 þús. Verð 899,990 Upplýsingar í síma 860-4430 Bensi.

En kveðja Jónsi #889#

Við skulum ekki gleyma okkur...

Strákar, förum varlega. Pössum þessar aðstæður sem þeir kalla "í hita leiksins". Það er stundum ekki einu sinni hægt að vera vitur eftir á. Þó menn lendi í því að verða bitrir eftir á. :)

Við verðum eitthvað að skipuleggja okkur ef við verðum kannski 16 að hjóla á Sólheimasandi.

EL GRJÓNÓ

Ááátssss.....

Sko, þegar maður er á reiðhjóli í borginni, þá verður maður bara AÐEINS að pæla í hlutunum.

Mig langar bara að segja: ,,See yaa! Wouldn´t want to be yaa!"

EL GRJÓNÓ

mánudagur, 14. janúar 2008

Sleðaferð yfir Mýrdalsjökul.


Já piltar og pæjur, það var ekki amalegt veðrið sem beið mín og félaga minna þegar við kíktum upp á Mýrdalsjökul og inn fyrir Strút um helgina. Færið var eins og best verður á kosið. S.s. púður í bland við harðfenni. Það var svo sem enginn djöflagangur. Það voru nokkrir nýliðar og nokkrir Doo-Doo sleðar. Nýliðarnir voru svolítið að festast í púðrinu og smeikir í giljunum, en það er ekki hægt að ætlast til að þeir fæðist fullkomnir í þetta. Ég var engu skárri þegar ég byrjaði. Doo-Doo-inn, góður sleði og allt það, nema að hann eyðir svakalegu bensíni. Mér fannst stoppin of mörg til að tanka.

Meðan byrjendurnir lærðu...

...tóku hinir hressilega á því.

Þetta er svona til að sýna ykkur félagsmönnum að það er meira en motocross í þessu félagi, þó það líti út fyrir það. Og ég veit að ég er ekki sá eini sem stunda sleðann svo ég legg til að við sem erum á sleðum smölum okkur saman og kíkjum einhvern góðan dag eitthvað í snjóinn. Væri til í að hitta þá á spjallinu sem fyrst =)

Kveðja, Jónsi #889#

Þéttpakkað...


Það er heldur betur hjólasumar fram undan. Klaustur var slegin af og í staðin kemur 12 klukkustunda keppni í Bolöldu. En nú eru farnar að heyrast raddir sem segja að hjólarar eigi samt að taka frá helgina í lok maí. Því í bígerð sé 6 tíma Offroad Challenge nálægt Reykjavík. Og staðan er þá mögulega svona. 17. maí keppum við í fyrsta mótinu sem er enduro. Annað hvort á Hellu eða í Bolöldu að mér skilst. Helgina eftir það yrði þá keppnin sem kemur í staðin fyrir Klaustur. Svo 7. júní yrði fyrsta MX mótið sem haldið er í Sólbrekku og viku seinna yrði enduro á Akureyri. Sem er BY THE WAY í Estró-Testó sem hefst 9. júní og nær eitthvað um eða yfir 17. júní. Og helgina eftir það enduro-ið, varla komnir heim úr Estró-Testó, þá er 12 tíma keppni sem hefst á laugardagskvöldinu. Þannig að fyrir þá sem ætla að vera með metnaðinn segi ég; ,,Takið sumarið frá!" Það verður nóg að gera. Ef við fáum ekki keppnisreynslu í sumar þá held ég að við ættum bara að snúa okkur að fuglaskoðun eða leir. Talandi um leir, ég fæ bara sveran hnút í magann að hugsa um fyrsta startið. En þetta verður líka alveg ógeðslega gaman.
Hvað segja þeir sem ætla að keppna, eigum við að reyna að fá einhvern snilling til þess að reyna að segja okkur eitthvað aðeins til?? Bara svo séum ekki að hafa okkur sjálfa alveg að fíflum?

EL GRJÓNÓ

sunnudagur, 13. janúar 2008

Fararskjóti Estró-Testó-2008...


Jæja, við erum búnir að finna farartækið í að lesta dótið hringinn. Hægt er að taka 3 hjól á hvern bíl ásamt öllu dótinu og því væri gott að fá að vita hverjir ætla pottþétt með svo þeir geti smíðað réttan fjölda af bílum fyrir þessa ferð. Svo er bara að leggja í hann og byrja að "Livin´ large!"

EL GRJÓNÓ

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Travis Pastrana


Jenni #755 setti inn link, á þessa heimildamynd um Travis Pastrana, á Morgan.is. Þetta er alveg mögnuð mynd. Hún er ekki nema tæp 300 megabæt og 23 mínútur en hún skilur mikið eftir sig. Þið þurfið að vera með eitthvað Torrent download-forrit til þess að ná í hana og síðan VLC eða Quicktime til þess að horfa á hana. Ég mæli með VLC því Quicktime er bara eins og kínverskt mótorhjól. Það er heilmikill boðskapur í þessari mynd og hún náði verulega til mín hvað hvatningu varðar. Ég á eftir að horfa á hana oft. Og ég ætla nú ekki að venja mig á að taka efni frá öðrum síðum, mér bara fannst ég þurfa að setja þetta inn. Það hafa hvort sem er allir séð þetta á Morgan.is því það er fremsti motocross-vefurinn á Íslandi í dag. Skjalfest og þinglýst.
Smella HÉR fyrir torrent-skránna/myndina

EL GRJÓNÓ

ps. munið að lesa greinina hér fyrir neðan um spurningar.

Spurningar...

Ég hef fengið nokkrar spurningar varðandi stöðu mála og fleira frá nokkrum félagsmönnum og ákvað ég að setja spurningarnar hér inn ásamt svörunum sem ég gaf þeim félagsmönnunum.

Hvar á heimasíðunni get ég séð lög félagsins og fundargerðir (síðasta aukaaðalfundar sérstaklega)? "Ég veit að þetta er kannski orðinn þreytt tugga en staðreyndin er sú að þetta er allt í vinnslu. Ég sé um mestu vinnuna í kringum þetta, því þetta er nú mitt hugarfóstur sem varð að veruleika, og það gefst ekki alltaf tími þegar maður er í fullu háskólanámi og á kafi í vinnunni til þess að hafa í sig og á. Fundargerðirnar eru á leiðinni á tölvutækt form í þessum töluðu orðum. Og þegar þær eru komnar inn, þá fer ég í að finna þeim stað á síðunni. Það sama á við um lögin, sem loksins eru komin í sitt lokaform."

Var gerð fjárhagsáætlun fyrir næsta ár? Hvað á að gera við félagsgjöldin? "Ekki var sett fram fjárhagsáætlun því þetta var aukaaðalfundur. Á aðalfundinum sem haldinn verður í apríl, lögum skv, verða þessi mál öll komin á hreint. Þá verðum við einnig með skýra félagaskrá eftir félagsgjöldin og vonandi komnir eitthvað lengra með svæðisleitina sem einnig hefur þurft að sitja á hakanum. En varðandi svæðið, þá hef ég heyrt raddir um að við eigum að eyða minna púðri í peysur og fundi og meira í svæðisleitina, og vill ég taka fram að ég geri það ekki vegna þess að það er svo gaman. Það verður eitthvað að vera á bak við það að fá svæði. Nokkrir strákar labba ekki inn til landeiganda og fá svæði. Hins vegar félag sem er með sýnilega félagsmenn og starfsemi er mun líklegra til þess að eiga möguleika á svoleiðis. Þessu verður bara að sýna þolinmæði. Og trúðu mér, ég er fyrsti maðurinn sem vill sjá svæði. Það er ástæðan fyrir stofnun félagsins. Og varðandi félagsgjöldin. Þá ætlum við að innheimta 5.000 krónur af þeim sem eru fæddir 1991 og eldri. Hinir yngri verða ekki rukkaðir um félagsgjöld. Hugsunin var að kaupa tímatökubúnað fyrir gjöldin. Æfingabúnað sem við gætum notað við æfingar og einnig í traktorstorfærunni. En félagið er komið með loforð frá styrktaraðila um að gefa þann búnað. Þannig að félagsgjöldin eru fyrst og fremst núna til þess að skilja kjarnann frá hisminu eins og þar er ritað. Þá sjáum við skýrt hverjir ætla að vera í þessu félagi. Peninginn þarf síðan að nýta ef við fáum svæði og annars ætlum við okkur að nýta hann í árshátið eða ferð eitthvert. Það verður tekið til umræðu á aðalfundinum, víst er þó að allir munu njóta góðs af því. Við erum ALLS EKKI að þessu til þess að nýta pening í okkur nokkra félagsmenn. Einnig er hugmynd uppi um að borga fyrir t.d. www.hreppakappar.is og svæði undir betri síðu. Sem við hönnum eins og við viljum hafa hana. Og einnig er mjög ofarlega að reyna að gera eitthvað fyrir ungu meðlimina í þessu félagi."

Nú eru í stjórn eingöngu vélhjólamenn. Væri skynsamlegt að hafa í stjórn menn (konur eru menn) sem hafa áhuga á t.d. dráttavélatorfæru, kvartmílu, góðakstri, fornbílaakstri, jeppamenn o.s.frv. þannig að félagið hefði tök á að uppfylla áhugasvið allra aksturskappa? Eða er þetta eingöngu vélhjólafélag? "Þú þyrftir að vita af nýju stjórninni sem var samþykkt. Ég er ennþá formaður, Ágúst enn ritari og Guðmundur er enn gjaldkeri. Egill er hættur í stjórn. Næsta mál með hann er að nýta hann á fullu í keppnum því hann er mjög hæfileikaríkur hjólari. Nýjir stjórnarMENN eru Jón Þór Tómasson sem er líka varaformaður og meðstjórnandi og Berglind Valdimarsdóttir. Hún er ung stúlka úr Garðabænum sem hefur hjólað með okkur og stefnir á að keppa fyrir okkar hönd. Jón Þór er líka vélsleða- og jeppaáhugamaður og eigandi. Guðmundur á jeppa og er mikið inn í götuhjólunum líkt og ég. Fyrsta hugmyndin að þessu öllu saman var að fá svæði fyrir motocross-hjólin í Hrunamannahreppi. En þar sem ég vissi að einhver frekari starfsemi þyrfti að vera að baki svoleiðis verkefni ákvað ég að stofna félagið og fara alla leið með því að gera það að fullgildu íþróttafélagi. Og hjólin hafa því verið í forgangi. En við héldum traktorstorfæruna í fyrra og á fundinum var ræddur áhugi fyrir því að gera það aftur og var mjög vel tekið í það. Og það er ástæða fyrir því að þetta er AKSTURSÍÞRÓTTAFÉLAG Hreppakappa. Svo allt væri innifalið. Enda voru jeppar, motocross-hjól, sportbílar, fjórhjól ,götuhjól og traktorar á stofnfundinum. En þar sem þetta fór af stað vegna motocross-ins í upphafi þá hefur áherslan verið þar. Þar er heilmikil uppbygging fyrir höndum og bara svo og svo margt sem hægt er að gera með þennan mannskap. Mundu, þetta er allt sjáfboðastarf sem gæti skilað Hreppnum og félagsmönnum miklu seinna meir. Og ég hef líka sagt oftar en einu sinni hér á síðunni að félagsmenn verði að taka þátt í starfinu, koma með hugmyndir og fleira til þess að gera fleira en það gerist bara ekki neitt. Ég get ekki verið að halda í hendina á 60 félagsmönnum og segja þeim hvað við erum að gera, hvers vegna og spyrja hvern og einn hvað hann vilji gera. Menn verða að koma fram með hugmyndir hér á netinu. Ef menn ráða ekki við það eru þeir ekki líklegir til mikilla dáða. Því miður. Þeir sem hafa tekið þátt eru menn með motocross-hjól milli fóta sér. Og fólk mætti ekki á fundinn og er svo hissa að vita ekkert hvað sé í gangi hjá félaginu. Það er svona svipað og nenna ekki að opna augun en kvarta undan því að sjá ekki neitt. Og öllum er heimilt að gera hluti í nafni félagsins. Og ef þeir eru ekki vissir um hvernig eigi að standa að því en hafa góða hugmynd, er algjört lágmark að koma henni til stjórnarinnar."

EL GRJÓNÓ

mánudagur, 7. janúar 2008

Félagsgjöld, ferðin góða og yngri félagsmenn...



Jæja. Nú er það make or brake eins og einhver sagði. Nú skiljum við kjarnann frá hisminu. Nú verða félagsgjöld Hreppakappa að veruleika. Þeir sem eru fæddir árið 1991 og fyrr þurfa að greiða 5.000 krónur í félagsgjöld FYRIR 16. FEBRÚAR 2008. "Eindagi" er 15. febrúar og þeir sem verða ekki búnir að greiða þá verða teknir af félagaskránni. Og þeir sem ætla líka í Estró-Testó-2008 verða að greiða 5.000 króna staðfestingargjald í leiðinni. (5.000 kr + 5.000 kr = 10.000 kr). Þannig að kvöldi 15. febrúar er stjórn með endanlegan lista félagsmanna og ferðalanga í Estró-Testó-2008. Reikningsnúmerið sem leggja á inn á er 0319-26-6505 og kennitala félagsins er 650507-0370. Stjórnin mun sjá í heimabankanum hverjir eru búnir að borga og merkir það hjá sér. Félagsgjöldin munu mögulega fara í heimasíðu, árshátíð, ferðalag eða námskeið. Það verður allt rætt á aðalfundi félagsins sem fram fer í apríl.

Þegar listinn yfir ferðalangana er orðinn klár verður haldinn fundur með þeim sem á honum eru til þess að hefja nákvæma skipulagningu hennar. Það verður auglýst síðar.

Yngri félagsmenn. Nú ætla ég að reyna að snúa mér að ykkur. Þannig er mál með vexti að fram að páskum verður ekki mikið um að vera í félagsstarfi vegna anna hjá stjórn. En við viljum fara að gera eitthvað fyrir ykkur. Því setti ég inn skoðanakönnun sem ég vill að yngri meðlimir félagsins svari. Hugmyndin er að við í stjórninni tökum okkur til laugardaginn 22. mars (dagurinn fyrir páskadag) og tökum ykkur yngri á námskeið. Þetta er bara hugmynd á frumstigi en þá myndum við kannski byrja á því að hittast einhvers staðar í skemmu með hjólin okkar og fara yfir viðhald og ástand hjóla. Sýna ykkur það helsta sem þarf að fylgjast með og annað slíkt. Síðan ef að aðstæður leyfa, þá myndum við fara í Hverabakka-brautina þar sem við hjólum saman og við reynum að miðla reynslu okkar til ykkar. Endilega svarið könnuninni og tjáið ykkur í athugasemdum um málið. Komið einnig með hugmyndir að einhverju sem við getum gert fyrir ykkur.

Látið orðið berast um félagsgjöldin því það fer mikill tími í að segja öllum 3svar frá því. Ég bara hef EKKI tíma í það. "You snooze, you lose."

EL GRJÓNÓ

sunnudagur, 6. janúar 2008

Supercross...



Supercross tímabilið í USA hófst í gærkvöldi í Anaheim. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er það "innan-húss" motocross í brautum sem eru á litlu svæði með mörgum erfiðum beygjum, pöllum og fínum whoops-a-köflum. Meðal stærstu nafnanna þar má telja James Stewart(númer 7), sem vann í fyrra og má taka það fram að hann er fæddur í lok árs 1985, Chad Reed (númer 22) og Kevin Windham (númer 14). Á myndinni uppi má einmitt sjá James Stewart taka holeshot-ið. Þar má líka sjá Ricky Carmichael (númer 4) en hann er einmitt sá besti sem hefur verið í supercross-inu en hann er hættur núna. Svo sá ég að Sýn ætlar að sýna frá keppnunum líkt og fyrri ár. Þannig að keppnin sem var í gær verður sýnd næsta föstudag á Sýn klukkan 21:10. Þannig að það er stranglega bannað að segja frá hvernig keppnin fór. Nítró og Púkinn hafa verið að sýna keppnirnar á Sýn á risatjaldi á föstudagskvöldum og vona ég að þær haldi því áfram. Þá verður gott að koma beint af box-æfingu og kíkja á svona eins og eina keppni. Kominn tími til að fótboltinn fái aðeins að víkja fyrir alvöru íþrótt.

EL GRJÓNÓ

laugardagur, 5. janúar 2008

KTM Dance...


Svo var gert grín að "motocross-kennslu-dansinum" mínum sem gerði það gott á Útlaganum síðustu verslunarmannahelgi. Segðu mér Jónsi, er þetta í manual-num eða fékkstu einkakennslu hjá Herr Katoom og Adda "make-up"?

EL GRJÓNÓ

Sidecar motocross eða side-car-cross...


Já þetta er afbrigði sem mér hefur alltaf fundist mjög sérstakt. Spurning hvort við eigum ekki bara að föndra hliðarvagna og halda fyrstu mótaröðina í hliðarvagn-motocross-i. En mikið andskoti hlýtur að vera erfitt að hanga á þessu sem þeir kalla hliðarvagn.
Þessi grein er vinsælust í austur-evrópu en þekkist samt líka í USA og Ástralíu. Keppt er á 500 cc KX og CR og einnig með vélar frá fyrirtækjum sem heita MTH, sem framleiða 630cc 2-stroke, og Zabel sem framleiða 700cc 2-STROKE!! Þessi tvö hafa haft yfirhöndina í þessum keppnum. Þeir halda líka side-car-cross des nations og heitir sá besti/þekktasti Daniel Willemsen og hefur hann orðið heimsmeistari 6 sinnum skv heimildunum sem ég fann. Sem er samt skrýtið að bara einn sé talinn upp því að gaurinn í hliðarvagninum gerir nú bara heilan helling.

EL GRJÓNÓ