mánudagur, 18. febrúar 2008

Jæja...

Anna Maren Hoe
Axel S. Arndal
Ágúst Scheving Jónsson
Árni Már Einarsson
Berglind Valdimarsdóttir
Björgvin Sigurðarson
Egill Jóhannsson
Einar Einarsson
Eiríkur S. Arndal
Erlingur Þór Cooper
Guðjón Garðar Steinþórsson
Guðmundur Ingi Einarsson
Hjálmur Hjálmsson
Jón Þór Tómasson
Ólafur Freyr Ólafsson
Sigurjón Snær Jónsson
Vilhjálmur Þór Gunnarsson
Ævar Agnarsson

Já börnin góð. Þetta er listinn yfir ferðalangana í Estró-Testó-2008. Nokkuð góð bæting frá því í fyrra þegar við fórum 4. Við ætlum að fara að vinna í því að athuga með gistingu og fleira fyrir 18 manns. Þeir sem vilja endilega fara sjálfir á bílum, geta "plöggað" ódýra gistingu, geta "plöggað" verkstæðisaðstöðu, geta "plöggað" hafrakexi eða bara HVERJU SEM GÆTI BÆTT ferðina er bent á að hafa samband við stjórnina sem fyrst. Þó markmiðið núna sé að fara á Ford Econoline og Dodge Ram sem er líklegur til þess að geta ferjað öll hjólin. En það er allt í vinnslu. Ferðafundur væntanlegur og mun hann fara fram í Reykjavík.

Meira seinna. Farið að pæla.

EL GRJÓNÓ

Allir að skrá sig...



SMELLA HÉR!

Atlantsolía safnar undirskriftum í okkar þágu. Markmiðið er að fá leyfi fyrir því að selja litað bensín á vélknúin ökutæki sem notast ekki við göturnar. Enda mjög óréttlátt að við séum að borga gjöld af eldsneytinu þegar við fáum gjörsamlega EKKERT fyrir það. Þannig að ég skora á alla að skrá sig.

EL GRJÓNÓ

mánudagur, 11. febrúar 2008

,,Það er ekkert í þessum heimi frítt." Milton Friedman

Ég hef verið að upplifa misjöfn viðbrögð við því sem stjórn félagsins er að gera. Hrunamenn sem eru ekki í félaginu, hestamenn og fleiri sem stunda ekki akstursíþróttir hafa komið á mál við mig persónulega og tjáð mér að þeir séu mjög ánægðir að það sé komið félag sem heldur utan um þessi áhugamál og sé með það á stefnuskránni að finna svæði fyrir okkar "starfsemi". Þeir hafa líka tjáð mér að þeir séu almennt ánægðir með iðkendur þessara greina í Hreppnum því þeir drepi á hjólunum og sýni tillitsemi. Og þetta segja menn við mig persónulega. Svo lenti einn stjórnarmaður í því að lenda í rifrildi út af málum tengdum félaginu við drukkna menn á Útlaganum. Og það virðist stundum sem menn hangi í hópum og tali illa um félagið og eru að tjá sig um mál sem þeir vita ekkert um, af því að þeir lesa ekki síðuna og mæta ekki á fundi. Og þetta ERU MENN INNAN FÉLAGSINS. Enginn þeirra hefur nokkurn tíman komið á mál, edrú, við stjórnina og beðist skýringa eða komið með athugasemdir. Þeir hafa ekki einu sinni mætt á fundi til þess að kynna sér málin. Þannig að menn sem gætu haft hagsmuna að gæta í því að félagið nái að vaxa og dafna skemma fyrir því. Laga- og stjórnarbreytingarnar fyrir áramótin voru gerðar í samráði við UMFÍ og lögfræðing. Félagsgjöldin eru sett á í samræmi við reglugerðir félagsins og í samráði við lögfræðing. Svo eru einhverjir "besservisserar" að halda því fram að þetta hafi verið ólöglegt. Án þess að vita nokkuð um það eða gert tilraun til þess að mótmæla. Halda því fram að fundurinn hafi verið á vonlausum tíma. Skoðanakönnun vegna fundarins var sett á síðuna 1,5 mánuði áður en hann var. Þar kaus enginn "Nei." Og hann var auglýstur með 2 vikna fyrirvara skv. reglugerðum.
Varðandi félagsgjöld. Í greininni þar sem ég svaraði fyrirspurnum sagði ég hvað stæði til með félagsgjöldin. Í tilkynningunni um félagsgjöldin sem hefur nú verið birt 2svar kemur SKÝRT fram að þeir sem ætla í ferðina borga auka 5.000 krónur sem fara upp í ferðina. Hinn 5.000 kallinn fer í starf félagsins. Ég hef alltaf talað um að það sé eitthvað sem allir njóta góðs af. Kerfisfræðingur er núna að smíða alvöru heimasíðu fyrir okkur. Hún kostar 30.000 kr. Lén-ið Hreppakappar.is kostar 12.000 kall í stofngjald og síðan 1.640 á mánuði eftir það. Það er dæmi um eitthvað sem félagsgjöldin gætu nýst í ef við fáum ekki styrktaraðila á það. Sem einnig heyrðust háværar raddir um að ætti að gera, en ekki fóru þeir menn í að finna styrktaraðila. Nei. Þeir eyddu frekar tímanum í að tala illa um félagið og rífast.
Öll SMS sem hafa verið send í félaginu hafa verið á minn kostnað. Ég hef þurft að skjótast frá vinnu til þess að redda hlutum fyrir félagið. Það kostar mig peninga. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að birta tölur yfir það sem Gröfumenn ehf eru búnir að gera fyrir félagið, með því að gefa félaginu tímatökubúnað og útbúa t.d. fyrir okkur tvær akstursíþróttabrautir um verslunarmannahelgina. M.a.s. áhugamannaklúbbar í fótbolta innheimta félagsgjöld. Þetta félag á mikla uppbyggingu fyrir höndum sem kostar peninga.
Þetta er akstursíþróttafélag en ekki fýlupúkafélag. Þeir sem vilja vera í því síðarnefnda sleppa því að borga félagsgjöldin. Þeim sem vilja taka þátt í starfi félagsins og uppbyggingu tekur stjórnin fagnandi. Þeir sem hafa ekki það sem þarf til þess að framkvæma hlutina ættu að hætta að trufla þá sem eru að reyna það.

f.h. stjórnar
Sigurjón "EL GRJÓNÓ" Snær Jónsson frá Berghyl