miðvikudagur, 19. mars 2008

Nýjasta tækið í flotanum...



Ætlaði mér að setja inn myndir af nýju dóti hérna en hef ekki fengið myndir þó ég hafi beðið um þær. Þannig að nú set ég hér inn nýjasta dótið mitt. 2008 Honda CRF450-R. Alveg hrikalega skemmtileg græja!

EL GRJÓNÓ

Þykkvibær er enn á dagskrá á skírdag....

Sælir sælir.

Þykkvibærinn er enn á dagskrá. Stefnan er að borða hádegismat og fara síðan af stað. Við verðum bara að passa að fara á bílum sem komast alveg niður í fjöru og svo þegar þangað er komið þá högum við okkur eins og menn. Látum hólana í friði. Fjaran er urrandi löng og svo er braut þarna. Það dugir okkur alveg.
Stefnan er tekin á Sólheimasand á föstudaginn langa. Nánar um það á morgun.

Ég held að við verðum því miður að slá skipulagið af 22. mars. Fresta því fram í apríl. Ég var að tilkeyra hjólið í dag og fór hring í hreppnum. Snjór, klaki og drulla eru alls ráðandi og ég segi að það borgi sig að bíða. Við gerum þetta bara almennilega þegar færi gefst.

Tjáið ykkur bara...

EL GRJÓNÓ

þriðjudagur, 18. mars 2008

Það er babb í bátnum...

Tekið af Morgan.is:

"Frá Þykkvabæ
Tuesday 18. March 2008, 09:34
Góðan dag,

Nokkrir ábúendur í Þykkvabæ eru orðnir ansi þreyttir á umferð hjóla í Þykkvabænum. Ástandið er orðið hreint út sagt eins og að búa við Laugaveginn nema hvað umferðarhraðinn er talsvert meiri.

Íbúðarhúsið mitt er t.d. rétt við veginn og útihúsin hinum megin við veginn - umferðarhraðinn er að lágmarki 90 km/klst framhjá stofuglugganum hjá mér.

Hávaðinn frá hjólunum er mjög þreytandi og engu líkara en að einhver sé að vinna allar helgar með loftpressu í nágrenninu.

Það er m.a. búið að keyra niður girðingar hjá okkur.

Við erum búin að fjárfesta tugi milljóna í okkar landi til að stunda okkar búskap og útivist og því eðlilegt að menn geti þó ekki nema gengið yfir götuna án þess að leggja sig í stórhættu vegna hraðaksturs.

Hér eru tamningamenn við vinnu sína og ekki eðlilegt að að þeir geti ekki notað sínar landareignir til að vinna í sínum hrossum - þið verðið að muna að Þykkvabæjarfjara er ekki almenningur heldur í einkaeigu Þykkbæinga.

Kveðja,
Kristín Bjarnadóttir
Stóra-Rimakoti "


Jæja strákar. Hvað gerum við nú? Ætlum við að vera plága eða eigum við að sýna tillitssemi og reyna að færa hjólaríið eitthvert annað? Er eitthvað hægt að notast við gryfjurnar í Þjórsárdalnum eða vitið þið um svæði sambærilegt Þykkvabænum sem hægt er að notast við? Það er nú ekki nógu gaman að þessu ef maður veit af óánægðum landeigendum.

EL GRJÓNÓ

mánudagur, 17. mars 2008

Freeride



Upphitun fyrir sumarið. :)

kveðja

Ágúst

miðvikudagur, 12. mars 2008

DRULLA!!!



Ég er ekki mikið fyrir það að nota frasa úr næturvaktinni, en, SÆLL! Eigum við að ræða drulluna eitthvað? Nei, ég hélt ekki. Supercross-ið í Daytona sem fór fram síðasta laugardag og verður sýnt á Sýn núna á föstudaginn virðist vera eitthvað til þess að horfa á. Sjáiði drulluna. Ég ætla að ná í keppnina á netinu. Hægt er að finna torrent-linka inni í athugasemdum á Morgan.is

EL GRJÓNÓ

mánudagur, 10. mars 2008

Hugmynd...



Ég var að velta einu fyrir mér. Eigum við ekki að safnast saman og fá okkur að hjóla í Þykkvabænum á skírdag eða föstudaginn langa? Hef heyrt að jeppaferð sé á dagskránni um páskana þannig að þeir sem í hana ætla komast kannski frekar að hjóla á skírdag. Og svo um kvöldið væri tilvalið að hittast og halda ferðafundinn fyrir ferðina góðu. Bara hugmynd, tjáið ykkur. Yngri meðlimir félagsins hefðu líka bara mjög gott af því að koma með.

miðvikudagur, 5. mars 2008

Málið dautt...

Já, þetta virðist bara vera dautt batterí. Ef einhver getur útvegað mér fleiri klukkustundir í sólarhringinn þá gæti ég gert meira. Þá lýtur út fyrir það að ferðafundurinn verði ekki fyrr en um páska.
Við erum að fara á þing MSÍ þann 15. mars. Ég mun fara ásamt einhverjum tveimur öðrum. Þar verður stefna MSÍ mótuð enn frekar.
Þing HSK var um helgina en Hreppakappar voru ekki með fulltrúa þar. Smá samskiptaörðugleikar og tímaleysi olli því.
Mig langar til þess að hafa einhvern góðan dag með yngri meðlimum félagsins, laugardaginn fyrir páska. Ég er reyndar ekki búinn að útfæra það alveg, fer eftir veðri og aðstæðum. Það rignir þó núna en spurningin er, er veturinn að hverfa á braut? Og þó hann sé að fara núna, verður eitthvað farið að þorna um páska? Hverabakkabrautin verður örugglega eitt drullusvað, þannig að við verðum kannski að reyna að finna annað svæði til þess að fara á til þess að æfa okkur. Ef einhver er með hugmynd, þá endilega láta hana sjá dagsljós annað hvort með athugasemd hér eða senda póst á félagið.
Svo er aðalfundur í apríl og verður það líklega í síðasta skiptið sem hann verður haldinn í apríl. Stefna MSÍ er að færa allt til hausts, sem er góð stefna.

Hef lítið annað að segja í bili. Ég veit að það þarf að skeina málum hérna en ég mun reyna eftir megni að vinna að þeim málum. Ný síða er í smíðum. Það verður gaman að fá hana. Svo bíð ég bara eftir því að geta farið að hjóla af alvöru. Og ef þið vitið um einhvern sem er að leita að notuðu 450 crosshjóli og þæginlegu verði, látið mig þá vita.

EL GRJÓNÓ

RacerX...



Smellið á myndina til þess að komast á RacerXFilms. Hérna inn koma oft flott og skemmtilega MX myndbönd. Viðtöl, æfingar, freeride og supercross-umfjöllun. Nauðsynlegt fyrir áhugamenn og -konur um moto- og supercross.


Smellið á myndina fyrir flott safn af bakgrunnum. Einnig eru RacerX með hrikalega flotta bakgrunna. Ég uppfæri reglulega því hér koma inn svo margar flottar myndir í flottri upplausn. Ef þú finnur ekki flottan bakgrunn þarna þá ættirðu að snúa þér að öðru áhugamáli. :)

EL GRJÓNÓ