miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Leatt-Brace...



Já strákar, öryggið skiptir miklu máli í þessari íþrótt og þetta er það nýjasta í öryggisbúnaði fyrir motocross-ið. Þessi kragi virkar mjög vígalegur á mann en samkvæmt prófunum gerir hann sitt gagn. Það hafa nokkrir dottið úr atvinnumennsku síðustu ár vegna lömunar og talið er að þessi kragi hefði getað bjargað því. En það er samt ekki beint hægt að líkja akstrinum á þeim mönnum við það sem við erum að gera. Hraðinn þarna úti er orðinn ótrúlegur. Og stökkin sem fylgja því eru súrrealísk m.v. að þau eiga sér stað í kappakstri en ekki freestyle eða free-ride. Alla veganna, þessi kragi kostar sitt en skilar því fyllilega á ögurstundu. Munið, þú tryggir ekki eftir á. Nítró á von á fyrstu sendingunni og verður fróðlegt að sjá hvað gripurinn mun kosta þar. HÉR getiði skoðað heimasíðu framleiðandans.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: