föstudagur, 21. september 2007

Smá um 2008 árgerðirnar í MX1 (450 cc)...

ÉG VILL BYRJA Á AÐ SEIGJA AÐ HVERJUM ÞYKIR SINN FUGL FAGUR, HAFIÐ ÞAÐ HUGFAST ÞEGAR ÞIÐ SKOÐIÐ ÞETTA.

En er ekki best að byrja á toppnum. Einar Sigurðarson eru einmitt á svona hjóli að keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu sem fer fram í dag (22. sept) og á morgun í Bud´s Creek í USA.



505 SX-F
Verð: 1.029.000 kr.
Vél: 505cc - Fjórgengis
Bensíntankur 8 lítrar
Gírkassi: 4 gírar
Start: Raf- og kickstart
Fjöðrun framan: WP USD Ø 48 mm
Fjöðrun aftan: WP monoshock PDS
Sætishæð: 925mm
Hæð frá jörðu: 380mm
Þyngd (án bensíns): 104 kg

Þetta er reyndar 505cc, persónulega stefni ég á þetta þegar það gamla verður útkeyrt. Sem stendur eru einungis tvö KTM hjól í þessu félagi.
----------------------------------------------------------------------------------

Svo bara meðan ég man.



Verð á einingu (Stykki): kr.860,000

Engine type Liquid-cooled, 4-stroke Single
Displacement 449 cm³
Bore x stroke 96.0 x 62.1 mm
Compression ratio 12.0:1
Valve/Induction system DOHC, 4 valves
Fuel supply/Carburettor Keihin FCR40
Ignition Digital AC-CDI
Starting Primary kick
Transmission 5-speed, return
Frame type Perimeter, aluminium
Rake/Trail 27.1° / 117 mm
Suspension, front 48 mm upside-down AOS-type telescopic fork with 22-way compression and 20-way rebound damping
Suspension, rear New Uni-Trak with adjustable preload, dual-speed (low: 22-way, high: 2-turns or more) compression damping and 22-way rebound damping
Wheel travel, front 315 mm
Wheel travel, rear 315 mm
Tyre, front 90/100-21 57M
Tyre, rear 120/80-19 63M
Brakes, front Single semi-floating 250 mm petal disc, dual-piston
Brakes, rear Single 240 mm petal disc, single-piston
Steering angle, left / right 42° / 42°
Dimensions (L x W x H) 2,185 mm x 820 mm x 1,280 mm
Wheelbase 1,485 mm
Seat height 965 mm
Fuel capacity 7.2 L
Dry weight 99.8 kg
Automatic Headlights On (AHO) n/a
Complies to EU emission limit -

Þetta er reyndar gömul mynd. Það eru komnar svartar gjarðir og annað límmiða-kitt. Þetta er orðið virkilega fallegt hjól. Ég held það sé bara einn Kawi í þessu félagi og er það nýtt 2007 hjól.
----------------------------------------------------------------------------------

Svo fyrir sjálfstæðis mennina.



Tækni
Vél Fjórgengis 5 ventla
Kæling Vatnskæling
Slagrými 449cc
Bensín Blöndungur
Kúpling Kikkstart
Gírar 5
Drif Keðja
Bensíntankur 7 L
Olíutankur 1,2 L
Bremsukerfi framan Diskur
Bremsukerfi aftan Diskur
Framdekk 80/100 - 21 51R
Afturdekk 110/90 - 19 NHS

Lengd (MM) 2196
Breidd (MM) 825
Hæð (MM) 1308
Sætishæð (MM) 1002
Lengd á milli öxla (MM) 1494
Þurrvigt (Kg) 99,8

Mér finst þetta hrikalega töff litur á þessu hjóli, en liturinn er ekki allt, því miður.
----------------------------------------------------------------------------------

Ég veit ekki afhverju ég er að setja þetta inn... jú því þetta er hrottalega flott hjól.



ENGINE

Engine Type 449cc liquid-cooled single-cylinder Unicam four-stroke
Bore and Stroke 96.0mm x 62.1mm
Compression Ratio 12.0:1
Induction 41.0mm Keihin® flat-slid
Ignition CD
DRIVE TRAIN
Transmission Close-ratio five-speed
Final Drive #520 chain; 13T/48T
CHASSIS / SUSPENSION / BRAKES
Front Suspension 47.0mm inverted Showa® cartridge fork with 16-position rebound and 16-position compression damping adjustability; 12.4-inch travel
Rear Suspension Pro-Link® Showa single-shock with spring preload, 13-position [low-speed] and 3.5-turn [high-speed] compression damping and 17-position rebound damping adjustability; 12.5-inch travel
Front Brakes Single-disc with twin-piston caliper
Rear Brake Single-disc
Front Tire 80/100-21
Rear Tire 100/90-19
DIMENSIONS
Rake 26.76 degrees
Trail 111.4 mm (4.3 inches)
Wheelbase 58.6 inches
Seat Height 37.6 inches
Ground Clearance 13.4 inches
Curb Weight 238 lbs (Includes all standard equipment, required fluids and a full tank of fuel—ready to ride)
Fuel Capacity 1.9 gallons, including .07 gallon reserve
OTHER
Available Colors Red, Black (2008 Special Color, Limited Availability)
Model ID CRF450R

Þetta hjól gæti rústað hvað fegurðarsamkeppni sem er. En það er eins með þetta hjól og fegurðardrottningarnar, það er ekkert nema útlitið. RITSKOÐAÐ AF EL GRJÓNÓ; Hondan hefur verið valið cross-hjól ársins 6 ár í röð þó að hún komi ekki með Excel-gjörðum eða Wave-diskum. Og 2008 Hondan er ekki bara orðinn kraftmeiri, heldur er hún komin með stærri bremsudiska og er fyrsta cross-hjólið í sögunni til þess að koma beint frá verksmiðju með stýrisdempara. Ég reikna með að Hondan standi á toppnum 7unda árið í röð og segi; ,,Respect, bitches!!" RITSKOÐUN LÝKUR

Ég er ekki viss en það er heill haugur af Hondum í þessu félagi.
----------------------------------------------------------------------------------

Sagan segir að þetta sé að bætast í flota hreppakappa.



Engine Type 4-stroke, liquid-cooled, DOHC
Engine Displacement 449 cm³ (cc)
Bore x Stroke 95.5 mm x 62.8 mm
Compression Ratio 11.9:1
Transmission 4-speed constant mesh
Overall length 2,185mm (86.0 in.)
Overall width 830 mm (32.7 in.)
Overall height 1,260 mm (50.0 in.)
Wheelbase 1,480 mm (58.3 in.)
Ground clearance 350 mm (13.8 in.)
Seat height 955 mm (37.6 in.)
Dry weight 100 kg (220 lbs.)
Suspension Front SHOWA 47mm telescopic forks, pneumatic/coil spring, oil damped
Rear Swingarm, link type, SHOWA piggyback-reservoir shock
Brakes Front Disc
Rear Disc
Tires Front 90/100-21
Rear 120/80-19
Ignition Type Electronic igniton (CDI)
Fuel tank capacity 7.0 L (1.8 US gal.)

Ég hef bara enga reynslu eða þekkingu á þessum hjólum. Ég veit að þau eru komin með innspýtingu og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Sagan segir að það séu 2 stykki að koma í klúbbinn.
----------------------------------------------------------------------------------

Þetta er nú bara til samanburðar og til að sýna okkur að við kunnum að velja rétt.



Vél: 449 Fjórgengis
Bensíntankur: 9,2 lítra
Gírkassi: 5 gíra
Start: Kick start
Sætishæð: 980 mm
Þyngd: 106,5 (tilbúið án bensín)
FJÖÐRUN:
Fram Marzocchi 50 mm
Aftur Öhlins (wheel travel 325 mm)
BREMSUDISKAR:
Fram 260 mm fljótandi
Aftur 240 mm fljótandi
DEKKJASTÆRÐ:
Fram 80/100/21” Pirelli
Aftur 110/90/19” Pirelli
Gjarðir: Exel

Þetta er bara hjól og ég get ekkert sagt meira um, nema hvað ég er svektur yfir að þeir geta ekki tekið mynd af réttri hlið.

Við erum allir það greindir að svona hjól er ekki að finna í okkar hóp.


Þetta er svona smá samantekt um þau hjól sem maður er að rekast á dags daglega. Þessi hjól eru öll misjöfn og hafa alla sína kosti og galla. Á KTM-ið vantar kikkið þegar geymirinn er tómur. Hondan, gjarðirnar eru ekki nógu sterkar. Yamminn, linkurinn fyrir fjöðrunina slitnar strax og Kawinn er að fara með heddpakkningar. Það sem mér finnst að sum umboðin mættu laga, og þá sérstaklega KTM, eru upplýsingarnar um hjólin, en flestir fá 8,5.

Ég vil bara að það komi framm að þar sem ég er KTM maður þá verð ég að gera smá grín að hinum gerðunum, líkt og aðrir kæmu til með að gera ef þeir væru að sjá um þessa síðu.

Kveðja,
Jónsi.

miðvikudagur, 19. september 2007

Jón er ekki sama og Sigurjón. en reynum.

Jæja þá er undirritaður tekinn við síðuni. Allavega meðan lögfræðingur Hreppakappa lærir að verða lögfræðingur. En ég ætla að reyna mitt allra besta til að láta síðuna ganga eins vel og hjá EL-Grjónó þó það verði erfitt. Og ef einhverjar spurningar eða einhver óánægja er er um að gera að senda mér línu og við lögum það í sameiningu. Testasterón 2008, er eitthvað sem við verðum að fara plana, ég ætla að henda inn á næstuni nokkrum hugsanlegum plönum varðandi hvenar við færum af stað og hvar við munum enda, og hvaða brautir við komum til með að hjóla í. Þetta er eitthvað sem við verðum allir að taka þátt í að plana. Þegar við erum komnir með plan skal ég fara ofan í gististaðina. Mig langar að mynna ykkur sem áhuga hafa á að Langasands-keppnin er 29 september það gæti verið gaman að kíkja á það.
Ég hef svo sem ekkert meira að seigja í bili nema að ég vona að þið séuð sátt við þessa breytingu á umsjónarmanni á síðuni.

Kveðja Jónsi.

mánudagur, 17. september 2007

Nýr maður í brúnni...

Þar sem ég verð núna að hella mér yfir nám og vinnu mun ég hafa takmarkaðan tíma til þess að sinna málum félagsins. Reyndar virðist ekki mikið hafa gerst undanfarið og er það einmitt vegna þess að ég hef ekki haft tíma. Ég ætlaði að reyna að vera duglegri við að uppfæra síðuna og eitthvað en allt kom fyrir ekki.
En örvæntið ekki. Félagi Jón Þór sem hefur gert helling fyrir þetta félag ætlar sér að gera enn meira fyrir það. Hann mun taka við vefstjórn og annað á meðan ég er frá og einnig mun hann sjá um skipulagningu Testósteróns 2008. Þeir sem ætla í þá ferð mega fara að láta í sér heyra svo hann hafi hugmynd um hvernig skuli útfæra þessa ferð.
Þannig að hann mun sjá um allar beiðnir og athugasemdir sem við tökum þó enn á móti á netfangi félagsins. Einnig hvetjum við menn til þess að tjá sig í athugasemdum og láta okkur vita ef þið hafið hugmyndir um afþreyingu, mót til þess að keppa í eða bara hvað sem er. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Hins vegar er uppskeruhátíð MSÍ framundan og þangað mun ég mæta á formannsfund til þess að kynna félagið og komast inn í gang mála þar.

EL GRJÓNÓ

ps. Hvernig væri nú að borga peysurnar, þeir sem eiga það eftir??

mánudagur, 10. september 2007

Testósterón 2007 á netinu...


Online Videos by Veoh.com
"Hér líka"
HALDIÐI ekki bara að snillingurinn og Hreppakappinn hann Sigurbjörn bróðir minn hafi reddað heimildamyndinni góðu á netið. Hér getið þið séð hana. Hún er reyndar ekki í bestu gæðunum þarna en er þó sjáanleg. Þeir sem vilja fá hana í alvöru gæðum verða bara að láta mig vita. Svo verðum við að hittast svo þið getið fengið hana á "flakkara" eða þið getið komið til mín skrifanlegum disk. ENJOY!

EL GRJÓNÓ

2003 Honda CRF-450R til sölu...



Hjól formannsins er til sölu, 2003 árgerðin af Honda CRF450-R. Óbrjótanlegt ASV kúplingshandfang, Pro Taper stýri, ný dekk (bæði að framan og aftan), nýtt FMF púst (bæði rörið og kúturinn (ónotað)), komnir ca 30 tímar á stimpilinn sem fór nýr í hjólið í vor. 120 tímar í næstu skipti. Ný keðja og tannhjól í vor. Topp viðhald hefur verið hjá núverandi eiganda. Með fylgja tvær lítið notaðar tankhlífar og frambretti með sprungu í. Hjólið er á skrá og er ásett verð 310.000 kr. Upplýsingar í ssj3@hi.is eða 866-9035. REYNDAR er nýji kúturinn ekki kominn, en hann á að koma í vikunni. Þetta er mjög traust og gott hjól ef viðhaldið er gott. Hondan hefur núna náð því að vera motocross-hjól ársins í USA 6 ár í röð og var þetta hjól einmitt í þeirri röð. Þetta er reyndar gömul mynd af hjólinu en þarna má sjá tankhlífarnar sem fylgja. Hjólið er á höfuðborgarsvæðinu núna og get ég sýnt mönnum það þar. En það getur reyndar ekki farið í gang fyrr en kúturinn kemur því ég kann ágætlega við það að hafa heyrn.

EL GRJÓNÓ

laugardagur, 1. september 2007

Peysurnar eru komnar...




JÆJA, peysurnar eru komnar. Þær eru hjá mér og Ágústi. Þið verðið að hafa samband við okkur þegar þið viljið nálgast þær. Við eru reyndar ekki á heimleið um helgina þannig að þið verðið bara að prófa að hafa samband þegar þið komið í borgina. Og þeir sem eru ekki búnir að borga fá ekki peysur fyrr en þeir eru búnir að því.
BOX. Við tókum okkur til í félaginu og smöluðum okkur í 6 manna hóp sem fór að mæta á box-æfingar í Hnefaleikastöðinni/Gym80. Þetta er kallað fitness-box og gengur meira út á líkamlegu þjálfunina í kringum boxið og minna út á tæknina. Þetta er gert til þess að koma alvöru þoli í liðið og brenna allri óþarfa fitu í burtu. Og trúið mér, þetta er hrikalega erfið þjálfun sem mun skila sér heldur betur í hjólamennskurnar. Það eru ég, Ágúst, Gummi, Jón Þór, Anna og Berglind sem erum að mæta á þessar æfingar. Egill er heima í sveit og vona ég að hann sé duglegur að æfa þar fyrir næsta ár. Stefnan er svo tekin á Klaustur og líklega íslandsmótið í motocross-i á næsta ári. Þá verða Hreppakappar með lið.
ÉG ætla svo að reyna að koma inn myndum sem eiga eftir að fara á netið og klippa til myndbönd úr traktorstorfærunni og motocross-mótinu.

EL GRJÓNÓ