mánudagur, 17. september 2007

Nýr maður í brúnni...

Þar sem ég verð núna að hella mér yfir nám og vinnu mun ég hafa takmarkaðan tíma til þess að sinna málum félagsins. Reyndar virðist ekki mikið hafa gerst undanfarið og er það einmitt vegna þess að ég hef ekki haft tíma. Ég ætlaði að reyna að vera duglegri við að uppfæra síðuna og eitthvað en allt kom fyrir ekki.
En örvæntið ekki. Félagi Jón Þór sem hefur gert helling fyrir þetta félag ætlar sér að gera enn meira fyrir það. Hann mun taka við vefstjórn og annað á meðan ég er frá og einnig mun hann sjá um skipulagningu Testósteróns 2008. Þeir sem ætla í þá ferð mega fara að láta í sér heyra svo hann hafi hugmynd um hvernig skuli útfæra þessa ferð.
Þannig að hann mun sjá um allar beiðnir og athugasemdir sem við tökum þó enn á móti á netfangi félagsins. Einnig hvetjum við menn til þess að tjá sig í athugasemdum og láta okkur vita ef þið hafið hugmyndir um afþreyingu, mót til þess að keppa í eða bara hvað sem er. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Hins vegar er uppskeruhátíð MSÍ framundan og þangað mun ég mæta á formannsfund til þess að kynna félagið og komast inn í gang mála þar.

EL GRJÓNÓ

ps. Hvernig væri nú að borga peysurnar, þeir sem eiga það eftir??

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er eitthvað aldurs takmark í Testósterón 2008???

Akstursíþróttafélag HreppaKappa sagði...

Já. Þetta verður 8 eða 9 daga ferð hringinn í kringum landið. Og við munum koma við á bíladögum Akureyrar og kíkja þar á lífið. Þannig að við verðum þess vegna að setja 18 ára aldurstakmark á ferðina. Ég er ekki viss um að þetta sé ferð fyrir yngri einstaklinga en það. En ég vona að við getum farið að gera eitthvað meira fyrir yngri meðlimi félagsins næsta vor og sumar. Það er bara búið að vera mikið um að vera hjá okkur í stjórninni. En ég vona að þið séuð duglegir að nýta ykkur aðstöðuna á Grafarbakka. Til þess er hún. :)

EL GRJÓNÓ