
JÆJA, peysurnar eru komnar. Þær eru hjá mér og Ágústi. Þið verðið að hafa samband við okkur þegar þið viljið nálgast þær. Við eru reyndar ekki á heimleið um helgina þannig að þið verðið bara að prófa að hafa samband þegar þið komið í borgina. Og þeir sem eru ekki búnir að borga fá ekki peysur fyrr en þeir eru búnir að því.
BOX. Við tókum okkur til í félaginu og smöluðum okkur í 6 manna hóp sem fór að mæta á box-æfingar í Hnefaleikastöðinni/Gym80. Þetta er kallað fitness-box og gengur meira út á líkamlegu þjálfunina í kringum boxið og minna út á tæknina. Þetta er gert til þess að koma alvöru þoli í liðið og brenna allri óþarfa fitu í burtu. Og trúið mér, þetta er hrikalega erfið þjálfun sem mun skila sér heldur betur í hjólamennskurnar. Það eru ég, Ágúst, Gummi, Jón Þór, Anna og Berglind sem erum að mæta á þessar æfingar. Egill er heima í sveit og vona ég að hann sé duglegur að æfa þar fyrir næsta ár. Stefnan er svo tekin á Klaustur og líklega íslandsmótið í motocross-i á næsta ári. Þá verða Hreppakappar með lið.
ÉG ætla svo að reyna að koma inn myndum sem eiga eftir að fara á netið og klippa til myndbönd úr traktorstorfærunni og motocross-mótinu.
EL GRJÓNÓ
1 ummæli:
Hey Grjónó.. Sendu okkur peysurnar í Álversbæinn.. :) Takk takk
Skrifa ummæli