miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Traktorstorfæra 2007...


Online Videos by Veoh.com
Mæli samt eiginlega frekar með því að smella HÉR en að horfa á það á þessari síðu.
Þið þurfið að trúa til þess að sjá. Og hér getið þið séð myndbandið úr heimsmeistaramótinu sem haldið var á Flúðum um verslunarmannahelgina 2007. Ég ætla ekki að tjá mig mikið meira um mótið heldur bara leyfa myndbandinu að segja það allt. Nema kannski að það er ekki oft sem maður þarf "snorkel" í traktor. :)

Ég setti hér inn til hliðar lista yfir myndböndin sem félagið hefur gefið af sér. Þar má sjá götuspyrnumyndbandið, Testó 2007 og svo er myndbandið úr head2head mótinu um verslunarmannahelgina komið í vinnslu. Ég vona að það komist inn á næstu dögum. Og þegar þetta er skoðað sér maður að þetta verður að teljast ágætt miðað við að þetta er fyrsta starfsár félagsins og mér finnst við ekki hafa gert neitt.

Einnig henti ég inn skoðannakönnun sem ég vill að menn svari. Þannig er mál með vexti að við þurfum að halda aukaaðalfund til þess að samþykkja lagabreytingarnar og kjósa Jón Þór inn í stjórnina. Þannig að mér datt í hug, hvort það væri ekki sniðugt að hittast á Útlaganum, horfa á öll myndböndin okkar á skjánum og halda síðan fundinn. Og þá er málið, hvenær eru allir heima við? Þannig að ég vill vita hvort menn séu opnir fyrir því að hittast síðustu helgina á árinu eða hvort einhverjum finnist það guðlast og dónaskapur. Þeim sem finnst það guðlast og dónaskapur velja bara "Nei" í könnuninni og mega gjarnar tjá sig í athugasemdum með tillögu að öðrum tíma.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: