mánudagur, 17. desember 2007

Að skrá sig inn á spjallið...

Ég flýtti mér aðeins of mikið þegar ég sendi öllum póst varðandi spjallið. Ég var að komast að því að notandi verður að vera með Google-account til þess að nota það. Þannig að sleppið því bara að smella á linkinn sem fylgdi póstinum sem ég sendi fyrst frá Groups.
Það sem þið þurfið að gera er að fara á http://gmail.com og fá ykkur aðgang þar. "Stofna nýjan aðgang" Þar fylgið þið einföldum skrefum og gangið frá skráningunni ykkar. Ekki hafa áhyggjur, þið eruð ekkert að skuldbinda ykkur og þetta kostar ekkert. Þetta er ekki heldur með Herpes virkni. Þið getið alveg losnað undan þessu. Þegar þið eruð búin að gera þetta, þá farið þið inn á http://groups.google.com/group/akstursirottafelag-hreppakappa og þar sjáið þið það sem er á myndinni fyrir neðan. Smellið á það sem ég merkti á myndinni. Þá kemur upp önnur síða þar sem stendur: "Sendu línu ef þú vilt aðgang." Þar skrifið þið nafnið ykkar og biðjið um aðgang. Ég samþykki það síðan og þá eruð þið orðnir fullgildir notendur að spjallinu. Síðan getið þið sett inn upplýsingar um ykkur og mynd. Og þá getið þið tjáð ykkur um allt saman og tekið þátt í umræðunni sem fram fer.

Og síðan er fljótlegast að komast inn á spjallið í framtíðinni með því að smella á "Spjallið" niðri til hægri undir "Tengt félaginu". Sendið mér línu á hreppakappar@gmail.com ef það vefst eitthvað fyrir ykkur.

Engin ummæli: