mánudagur, 28. janúar 2008

Félagsgjöld og fleira... ENDURBIRTING/ÁMINNING



Jæja. Nú er það make or brake eins og einhver sagði. Nú skiljum við kjarnann frá hisminu. Nú verða félagsgjöld Hreppakappa að veruleika. Þeir sem eru fæddir árið 1991 og fyrr þurfa að greiða 5.000 krónur í félagsgjöld FYRIR 16. FEBRÚAR 2008. "Eindagi" er 15. febrúar og þeir sem verða ekki búnir að greiða þá verða teknir af félagaskránni. Og þeir sem ætla líka í Estró-Testó-2008 verða að greiða 5.000 króna staðfestingargjald í leiðinni. (5.000 kr + 5.000 kr = 10.000 kr). Þannig að kvöldi 15. febrúar er stjórn með endanlegan lista félagsmanna og ferðalanga í Estró-Testó-2008. Reikningsnúmerið sem leggja á inn á er 0319-26-6505 og kennitala félagsins er 650507-0370. Stjórnin mun sjá í heimabankanum hverjir eru búnir að borga og merkir það hjá sér. Félagsgjöldin munu mögulega fara í heimasíðu, árshátíð, ferðalag eða námskeið. Það verður allt rætt á aðalfundi félagsins sem fram fer í apríl.

Þegar listinn yfir ferðalangana er orðinn klár verður haldinn fundur með þeim sem á honum eru til þess að hefja nákvæma skipulagningu hennar. Það verður auglýst síðar.

Yngri félagsmenn. Nú ætla ég að reyna að snúa mér að ykkur. Þannig er mál með vexti að fram að páskum verður ekki mikið um að vera í félagsstarfi vegna anna hjá stjórn. En við viljum fara að gera eitthvað fyrir ykkur. Því setti ég inn skoðanakönnun sem ég vill að yngri meðlimir félagsins svari. Hugmyndin er að við í stjórninni tökum okkur til laugardaginn 22. mars (dagurinn fyrir páskadag) og tökum ykkur yngri á námskeið. Þetta er bara hugmynd á frumstigi en þá myndum við kannski byrja á því að hittast einhvers staðar í skemmu með hjólin okkar og fara yfir viðhald og ástand hjóla. Sýna ykkur það helsta sem þarf að fylgjast með og annað slíkt. Síðan ef að aðstæður leyfa, þá myndum við fara í Hverabakka-brautina þar sem við hjólum saman og við reynum að miðla reynslu okkar til ykkar. Endilega svarið könnuninni og tjáið ykkur í athugasemdum um málið. Komið einnig með hugmyndir að einhverju sem við getum gert fyrir ykkur.

Látið orðið berast um félagsgjöldin því það fer mikill tími í að segja öllum 3svar frá því. Ég bara hef EKKI tíma í það. "You snooze, you lose."

EL GRJÓNÓ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef verið að velta fyrir mér með þessi blessuðu félagsgjöld!!! Í hvað þau fari o.s.fr. Fer þessi peningur að einhverjum hluta í Estró Testó og nýtist þar með ekki öllum eða fer hann allur í "sjóð" fyrir braut, árshátíð eða eithvað sem nýtist öllum??