miðvikudagur, 23. janúar 2008

Supercross-ið á Bar Uno á föstudagskvöldið...


Já, Bar Uno, Engihjalla 8, mun sýna frá 450 flokknum í Supercross á risaskjá á föstudagskvöldið klukkan 9. Heyrst hefur að tilboð verði á barnum á meðan Reed og félagar taka á því. Þetta er líka síðasti sénsinn til þess að sjá James "Bubba" Stewart keppa í Supercross-i þetta árið. En hann gaf út eftir þessa keppni að hann mun taka sér frí frá Supercross-inu til þess að leyfa meiðslum á hné að gróa fyrir Outdoor MX nationals. Það verður gaman að sjá hvort Reed, Windham, Langston eða Alessi hafi haft betur en hann í þessari keppni. Svo verður einnig gaman að sjá í vetur hver þessara mun tróna á toppnum í lok tímabils.

EL GRJÓNÓ

ps. þegar ég tala um keppnina í þátíð, er það vegna þess að hún fór fram á laugardaginn en verður sýnd á Sýn á föstudaginn. Þeim sem kjafta frá verður boðið í teppapartý. Teppapartý er ekki jafn skemmtilegt og það hljómar fyrir þann sem er boðið.

Engin ummæli: