sunnudagur, 6. janúar 2008

Supercross...



Supercross tímabilið í USA hófst í gærkvöldi í Anaheim. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er það "innan-húss" motocross í brautum sem eru á litlu svæði með mörgum erfiðum beygjum, pöllum og fínum whoops-a-köflum. Meðal stærstu nafnanna þar má telja James Stewart(númer 7), sem vann í fyrra og má taka það fram að hann er fæddur í lok árs 1985, Chad Reed (númer 22) og Kevin Windham (númer 14). Á myndinni uppi má einmitt sjá James Stewart taka holeshot-ið. Þar má líka sjá Ricky Carmichael (númer 4) en hann er einmitt sá besti sem hefur verið í supercross-inu en hann er hættur núna. Svo sá ég að Sýn ætlar að sýna frá keppnunum líkt og fyrri ár. Þannig að keppnin sem var í gær verður sýnd næsta föstudag á Sýn klukkan 21:10. Þannig að það er stranglega bannað að segja frá hvernig keppnin fór. Nítró og Púkinn hafa verið að sýna keppnirnar á Sýn á risatjaldi á föstudagskvöldum og vona ég að þær haldi því áfram. Þá verður gott að koma beint af box-æfingu og kíkja á svona eins og eina keppni. Kominn tími til að fótboltinn fái aðeins að víkja fyrir alvöru íþrótt.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: