mánudagur, 9. júní 2008

Hvað er uppi?

Jáhh, hér hefur ekki mikið verið ritað undanfarið. Skal reyna að bæta aðeins úr því með nokkrum línum.

Um helgina var fyrsta MX-mót ársins og einni það fyrsta sem Hreppakappar koma nálægt. Reyndar var þátttakan ekki alveg sakvæmt áætlun því í stað fjögurra manna Hreppakappaliðs keppti bara einn kappi og var það Egill Jóhannsson. Hann keppti í sínu fyrsta MX-móti, en þar sem Hondan þurfti nýja legu fékk hann KTM 450 lánað frá Jónsa í keppnina. Þar var mígandi rigning og rok þennan dag í Sólbrekku og margir þátttakendur. Skv My laps var Egill með þriðja besta tímann í B í tímatökunni og eftir það "run" biðum við í nokkra tíma eftir fyrra B-moto-inu. Þar lagði Egill af stað í 30 manna hóp. Hann var ekki vanur hjólinu og klikka því smá í startinu með því að setja framdekkið frekar bratt. Svo þegar í fyrstu beygju var komið lenti hann á eftir einhverjum sem stoppaði og tafðist þar einni. Svo fljótlega í fyrsta eða öðrum hring sprakk framdekkið hjá honum. Með sprungið framdekk, aftarlega í sleipri og erfiðri brautinni leit þetta ekki neitt voðalega vel út á þessum tímapunkti. Það breytti því samt ekki að eftir fyrsta hringinn var hann orðinn 7undi og ég horfði á hann skauta inn í eina beygjuna og koma 6. út úr henni. Hringinn þar á eftir var hann orðinn 3. Fljótlega annar og svo sé ég hann í fjarska taka fram úr þeim fyrsta og var þar með orðinn fyrstur. Smám saman jók hann forskotið og á þeirri stundu var ríkjandi í huga mér hugsunin um það að við vorum búnir að ýta KTM-inu 4 sinnum í gang þennan daginn. Svo fara fremstu menn í hvarf í brautinni miðað við okkar staðsetningu og bróðir minn var að taka tímann. Svo segir bróðir minn að skv tímanum sé Egill að fara að koma "í mynd" aftur og við byrjum að leita. Þá kemur sá sem var númer eitt á undan Agli í mynd en ekki Egill. Hann kom bara ekki. Ég og Sigurbjörn bróðir rukum af stað til þess að leita að honum. Við fundum hann við einn pallinn. Ósáttann. Hjólið drap á sér og fór ekki í gang. Við kunnum Jónsa bestu þakkir fyrir lánið á hjólinu en því miður dugði það ekki nógu lengi til þess að nýta stöðuna. En eitt er þó víst eftir þetta, að okkar maður á sinn stað þarna í mótinu og hlakka ég bara til þess að sjá hann í næsta MX-móti.

Á miðvikudag fara svo 12 Hreppakappar í hinu frægu Estró-Testó-2008 sem er komin með nýtt nafn. En það mun vera TESTÓSTERÓN 2008 því engar dömur koma með í þessa ferð. Reyndar var hópurinn farinn að telja 20 manns en íbúðakaup, slæmt líkamsástand og sumarskóli var að taka menn úr, jahh ekki umferð en úr ferð.

EL GRJÓNÓ

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvenær verður vestmannaeyjaferðin hjá yngri??? sumarið er næstum því hálfnað

Nafnlaus sagði...

hvenær kemur vídeóið úr head2head keppninni????

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það... er það rétt sem ég heyri að félaginu hafi verið boðið svæði fyrir braut í hreppnum en því hafi verið neitað?