miðvikudagur, 16. maí 2007

Stofnfundur...

Laugardaginn 19. maí næstkomandi verður stofnfundur Akstursíþróttafélags HreppaKappa haldinn á Útlaganum Flúðum. Og mun hann hefjast klukkan 15:00. Þetta er fyrsta alvöru akstursíþróttafélagið í Hrunamannahreppi og er ýmislegt sem þarf að gera, en fyrst og fremst er að hittast og stofna félagið. Stofnendur verða þó mættir klukan 14:00 með myndbönd og tilbúnir í spjall. Allir eru velkomnir og skorum við á sem flesta til þess að mæta. Sérstaklega þá og þær sem hafa áhuga á akstursíþróttum.
Sjáumst þar!

Kveðja,
Sigurjón Snær Jónsson
Guðmundur Ingi Einarsson
Ágúst Scheving Jónsson
Egill Jóhannsson

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þetta framtak hjá ykkur og ætla að vera með í þessu. En ég kemst því miður ekki á fundinn.
Ps. Burt með hestamenn og trunturnar þeirra af mótorhjólavegunum!!!
kv. Ómar á Grafarbakka