laugardagur, 19. maí 2007

Félagið hefur verið stofnað...



Í dag fór fram stofnfundur AHK og er þetta því orðið að veruleika. Félagaskráning fór fram úr öllum vonum og eru lokatölur í dag 40 manns. Þannig að nú er bara að ganga frá skráningunni í UMFH og ýmis önnur pappírsmál. Á fundarstað var líka ágætis safn af farartækjum, leiktækjum og þar á meðal keppnisgræjur sem hafa sópað inn heimsmeistaratitlum. Og það er ekkert grín. Lögin góðu voru samþykkt og stakk fundarstjóri upp á því að stofnendur yrðu fyrsta stjórn þessa ágæta félags og var það samþykkt. Sem gefur eftirfarandi niðurstöður. Sigurjón EL GRJÓNÓ Snær Jónsson er formaður, Guðmundir BANGSINN Ingi Einarsson gjaldkeri, Ágúst SCHEVING Jónsson ritari og Egill JÓHANNSON varamaður. Og þeir eru frá vinstri í sömu röð og stjórnin eru talin upp hér að ofan. Glöggir lesendur sjá þó líklega að Egill varamaður er ekki á myndinni. Enda er hann bara varamaður.
En þá er spurningin, hvað er næst? Næst er að sjálfsögðu stærsta hráefnið í þessa gleðiköku, og það er að finna svæði fyrir félagið. Þar er stefnan að byrja á motocross-i og þar af leiðandi útbúa motocross-braut. Þannig að nú hefst leit og samningviðræður sem mun vonandi skila góðum árangri.
Einnig verðum við að sýna okkur út á við og því sýnist mér stefna í mikla peysupöntun núna. Það verður líka bara stemmning í því. Verð að semja við Merkt í skeifunni en þeir sáu um merkinguna á fyrstu 4 peysunum sem líta vel út.
Svo líður senn að Testósterón 2007. En það er ferð sem að stofnendurnir ætla að fara í til þess að "prómóta" félagið og hafa gaman af. Skipulagið þar gengur út á að fara hringinn í kringum landið með cross-hjólin, hjóla á mörgum stöðum á leiðinni hringinn og umfram allt leika sér. Markmiðið er að gera þá ferð að árlegum viðburði hjá félaginu þannig að hún er prufukeyrsla líka.
Held ég hafi ekki frá fleiru að segja, það er bara nóg að smella á myndina uppi til þess að sjá sýnishorn af fundinum.
Bestu kveðjur
Sigurjón EL GRJÓNÓ Snær Jónsson

6 ummæli:

Unknown sagði...

Til Hamingju með félagið.

Kv Lexi

Akstursíþróttafélag HreppaKappa sagði...

Takk fyrir það!

Nafnlaus sagði...

Þetta er glæsilegt að sjá, ég vona að árlega "testósterón" ferðin sé alltaf með stoppi á austfjörðum, svo að hreppakappar geti att kappi við fjarðatröllinn.

Akstursíþróttafélag HreppaKappa sagði...

Við gerum það bara að árlegum viðburði þegar kapparnir sækja austfirðinga heim. Það er flott hefð. Og sérstaklega þegar við vinnum þá... :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með félagið og góðann formann

Akstursíþróttafélag HreppaKappa sagði...

Takk takk!! :)