sunnudagur, 8. júlí 2007

JóiKef invitationals...



JóiKef hélt í gær afmælismót í Sólbrekkubraut. Þar var keppt í Head2Head sem þýðir einn á einn og þá var bara tekinn einn hringur í brautinni. Svo var útsláttarfyrirkomulag þannig að maður þurfti að vinna til þess að komast áfram. Keppendur drógu númer og var það röðin sem keppt var í. Ég, Gummi og Jónsi fórum að keppa upp á grín. Og er ég ekki frá því að það hafi verið stress í mönnum fyrir keppni. Við komumst nú ekki áfram en við vorum líka nánast einu mennirnir þarna sem tilheyra ekki liði í íslandsmóti eða hafa unnið mót og titla í greininni. En þegar upp var staðið var þetta hrikalega gaman og gaf góða innsýn í keppni. Ég stal þessari mynd þarna frá Binna í Team Morgan en á síðunni þeirra er einmitt hægt að lesa meira um mótið, sjá myndir og væntanlega myndband.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: