mánudagur, 2. júlí 2007

Hekla og Hrunamannaafréttur...

NÍU Hreppakappar voru samankomnir við rætur Heklu um helgina og var heldur betur tekið á því. Og fóru sumir fyrr heim en aðrir. :) Reyndar fóru tveir með sprungin afturdekk vegna þess að einhvern veginn misfórst að hafa eitthvað með til þess að pumpa í dekkin. Það er víst ekki nóg að hafa bætur og verkfæri. Loft verður líka að vera til staðar. Úrbræðslubrekkan var sigruð og voru Klárlega Tæknileg Mistök í gangi hjá sumum sem blótuðu Hondunum og vildu skipta yfir í appelsínu-hjól. Spurning hvernig þau mál þróast. Í hópnum var einn í yngri kantinum og stóð hann sig bara vel. Gott að sjá metnað í ungum mönnum.
FÉLAGINU hefur ekki verið boðið svæði enn, svo nú er kominn tími að tala við landeigendur. Það ferli var að detta í gang og vonandi kemur eitthvað upp. En það gæti verið erfitt. Við verðum bara að vera vongóðir og passa að skemma ekki fyrir sjálfum okkur með einhverju bulli og veseni.
PEYSUMÁLIN eru komin á byrjunarreit vegna þess að gaurinn hjá Merkt hætti. Svo eru þau að drukkna í verkefnum og okkar beiðni datt upp fyrir. Ég er farinn að vinna í því.
FERÐ. Næsta ferð félagsins verður tveggja daga ferð inn á Hrunamannaafrétt. Það er ferð fyrir cross-, enduro-, fjór- og sexhjól. Einnig jeppa og þyrlur. Hugsunin er að þruma inn að Kerlingarfjöllum, taka hring og gista síðan annað hvort í Leppistungum eða Helgaskála. Grilla við skálann og taka íslenska menningu á þetta. Þess vegna verður 18 ára aldurstakmark í þessa ferð. Mín hugmynd er að fara laugardaginn 21. júlí og koma heim daginn eftir. En þá kemur að hlið sem ég þekki ekki. Þurfum við ekki að panta skála? Og hver er skálavörður? Svo vantar "trúss" fyrir bensín og aðrar vistir. En ég er að vona að einhverjir jeppar fáist í ferðina og hægt sé að nýta þá í það. Annars vil ég fá svör, athugasemdir, hugmyndir og tilkynningar um þátttöku og umræðu í athugasemdum. Ekki vera feimnir, skipuleggjum góða ferð með "haug" af mannskap.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: