miðvikudagur, 27. júní 2007

Fyrsta myndbandið og Hekluferð...



Jæja. Hér er komið fyrsta myndband Hreppakappa. Þetta er tekið upp af hreppakappa. Það er hreppakappi að keppa á myndbandinu. Og það er hreppakappi sem klúðraði þessu saman á tölvunni sinni. Áhugamannamyndband út í gegn og því ekki hægt að kvarta yfir því að þetta sé ekki í gæðum á borð við það sem sjónvarpsstöð gæti gert. Þetta tókst loksins eftir að rétta forritið fannst og mér tókst að læra á það. Næsta verkefni er að skella saman í heimildarmynd um ferðina góðu.
HEKLA. Við ætlum að fara að rótum Heklu á laugardaginn og stefnum við á að leggja af stað um 10 leytið. Þeir sem þurfa flutning fyrir hjólið skulu láta stjórnina vita. Við reddum því. Sú niðurstaða var fengin að 85cc sé lágmarksstærð á hjólum en þau eru þó fullgild. Og fyrir þá sem velta fyrir sér aðstæðum þarna, þá er þetta allt vikur. Hann er misþéttur en býður ekki upp á mikið grip. Einnig slítur hann afturdekkinu frekar mikið. Þarna eru líka langar og brattar brekkur í bland við lækjarsprænu og ýmsar sléttur. Þetta er mjög gaman og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þar sem þetta reynir mikið á hjólið mæli ég með nýrri olíu á mótor, hreinni loftsíu og passa að það sé nóg á vatnskassanum. Jafnvel að hafa með litla flösku af blönduðum frostlegi. CRF-ið mitt þornaði alla veganna svolítið síðast þegar ég fór. Fullur tankur og einn 10 lítra brúsi af bensíni er nóg og muna að smyrja keðjuna vel kvöldinu áður. Og þar sem við viljum ekki horfa upp á slasaða menn tökum við ekki annað í mál en að menn séu í fullgildum hlífðargalla. Ef einhverjir hafa frekari spurningar þá er þeim bent á að hafa samband við stjórnina.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: