mánudagur, 18. júní 2007

Ferðin búin, bara framtíðin eftir... :)


JÆJA, nú er Testósterón 2007 lokið. Þetta var hreint mögnuð ferð og þakka ég samferðamönnum mínum kærlega fyrir magnaða ferð. Og undirbúiningur fyrir Testósterón 2008 er hafinn. Skráning í hana hefst líklega samt ekki fyrr en í haust. Myndir eiga eftir að leka inn á næstu dögum og vinna við að raða saman léttri heimildamynd fer fljótlega af stað.


FYRSTA KEPPNIN sem HreppaKappar taka þátt í hefur þegar farið fram. Við fengum tengingu og keppnisréttindi á laugardag því þá fór fram fundur HSK þar sem umsókn okkar var tekin fyrir og félagið varð hluti af íslensku íþróttalífi. Og þar sem okkur er alvara þá var sama dag í fyrsta skipti maður að keppa á okkar vegum í móti. Það var félagi Erlingur Þór Cooper á Pontiac Trans Am 5,7 sem tók þátt í götuspyrnunni á Akureyri á bíladögum B.A. En þar sem mótherjarnir gegn óbreyttum Trans Am voru t.d. 590 hö. Cobra, 511 hö M.B. E55AMG, 525 hö. D. Charger SRT-8 og tveir kvartmílubílar sem töldu einhver helling hestafla yfir 600 þá varð ekki mikið um sigra. En spyrnur og spól frá Erlingi náðust á myndband og mun það koma inn á næstunni.
AUGLÝSING frá félaginu birtist í síðasta Pésa og engin viðbrögð hafa fengist við henni. Þannig að næsta skref er að hafa samband við landeigendur og athuga áhuga þar.
PEYSUR. Tilboð fer að berast frá Merkt og þá verður sent SMS á félagið. Því verður að svara til þess að tilkynna pöntun á peysu og nafn sem birtast skal á peysunni.
FÉLAGSLÍF. Fyrirhuguð er ferð að rótum Heklu laugardaginn 30. júní. Laugardagur fullur af fíflagang og skemmtun. Sú ferð verður auglýst nánar síðar og einnig verður send út tilkynning. Einnig stefnum við á að skreppa í tveggja daga ferð inn á Hrunamannaafrétt í júlí en við munum hafa 18 ára aldurstakmark í þá ferð.

Ekki fleira í þetta sinn.
EL GRJÓNÓ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvenar veður næsti fundur ?

k.v.Hjörleifur þór FOSSI