þriðjudagur, 12. júní 2007

Testósterón 2007. Dagur 2 og 3. Vík og Höfn



Jæja. Hér er bara búið að vera svo gaman að við höfum ekki haft tíma til þess að færa fréttir á netið. En nú er um að gera að bæta úr því. Í gær hjóluðum við á Sólheimasandi og það var viðbjóðslega gaman. Gummi prjónaði yfir sig, he he, og Egill flaug fram fyrir sig í stökki. Og brekkurnar á Sólheimasandi voru alveg ágætar, tókum nokkur ágætis stökk og allt gekk vel nema hjá Gumma. :) Og svo var það Höfn í Hornafirði. Þar fórum við í motocross-braut sem tók hel... vel í hendurnar. Egill var hel.. snöggur í brautinni og þar voru ágætis stökkpallar og eitt leiddi af öðru. Fyrst flaug Grjóni einhvern veginn aftur yfir sig og lenti harkalega á RASSGATINU með því að gera sömu mistök og á Hellu. Eftir það virtist allt ganga upp en NEI, þá kemur Gústi að stökkpalli og lendingin var ekkert alltof góð svo hann flaug af hjólinu og rúllaði í nokkra hringi og sá stjörnur þegar allt var yfir staðið. Því miður lentu Gummi og Egill ekki í neinu óhappi núna en það eru alla veganna 3 dagar eftir svo það er bara bíða og sjá. :)

Honda crew-ið það var mætt, og það endaði frekar illa... :)

ps. á http://picasaweb.google.com/hreppakappar er hægt að sjá myndir úr ferðinni. Öll myndböndin verða síðan klippt til í heimildarmyndina.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe verðið nú að taka nærmynd af öllum skráumum sem koma á ykkur;) og syna okkur hérna;) er þessi skráumunærmynd af Gumma kannski:)hehe Góða skemmtun strákar og farið varlega... KV Día (vink Gumma)