sunnudagur, 10. júní 2007

Testósterón 2007. Dagur 1. Hella.

Vorum lentir á Hellu rétt um 2 leytið eftir hádegi. Veðrið gat ekki verið betra fyrir þessa iðju. Logn, þurrt og engin sól. Því hitinn varð gríðarlegur og því fylgdi bara svitabað. Um hálftíma eftir að akstur hófst rauk formaðurinn heldur betur upp á afturendann og vel rúmlega það. Þá var ekkert annað að gera en að finna sér vír til þess að laga hliðar-plastið sem lokar lofthreinsaranum. Varamaðurinn fór síðan á trýnið og braut bremsuhandfang. Annars leið dagurinn tjónalaust og bara með þessum stöðluðu aulaveltum. Ritarinn og gjaldkerinn héldu sínum hjólum tjónlausum, en hey, þetta var bara dagur 1. Gefum þeim séns. Aðstæðurnar á Hellu voru hrikalega skemmtilegar. Aumir framhandleggir og önnur þreyta segir mikið til sín núna. Umfelgun, menning (bjórdrykkja og "markaðs"rölt) og skipulaging morgundagsins er það sem tekur við núna eftir vel útilátna og góða máltíð hjá "tengdó" í Vík. Kjúlli og rjómapönnsur hitta alveg í mark. Í dag kom einnig fyrsta reynslan á myndbandsupptökuhæfni formannsins og þegar Egill var beðinn um að taka áhættusamt stökk tvisvar í viðbót svo það næðist loksins almennilega á mynd var hann ekki al-kátur. En árangurinn varð góður og mun lenda í heimildarmyndinni þegar hún hefur verið klippt til. Ljósmyndir verða færðar inn seinna. Þó þær hafi ekki verið margar þennan daginn því það er miklu skemmtilegra að hjóla en taka myndir... :)

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: