sunnudagur, 18. nóvember 2007

2 hjól vs 4 hjól...

Ég heyrði um daginn einhvern segja að hann langaði meira í fjórhjól heldur en motocross-hjól (krossara). Og hluti af ástæðunni var sú að hann vildi ekki slasa sig. Og einhverjir virðast velta því fyrir sér hvort skuli frekar fá sér. Og ef einhverjir Hreppakappar skyldu vera að velta þessu fyrir sér skal ég koma með kosti og galla í bland við mitt álit.

FJÓRHJÓL


Svona hjól er t.d. með mjög svipaðan mótor og RMZ450 krossarinn. Reyndar var þetta hjól komið með innspýtingu á undan krossaranum, en hann er einmitt að fá hana 2008. Fyrsti krossarinn með innspýtingu. Og er Quadracer-inn einmitt dæmi um fjórhjól sem kæmi í stað krossara vegna svipaðra eiginleika. Vafalaust er þetta mjög skemmtilegt hjól. Það er 165 kíló með 5 gírum og diskabremsum. En þá kemur notagildið á móti. Krossarinn hefur ekki endalausa möguleika á svæðum. Svona fjórhjól hefur minni möguleika því að fjórhjól eru bönnuð í einhverjum af motocross-brautum landsins ef ekki öllum. Og þegar við komum okkur upp alvöru braut verður okkar fyrsta verk að loka á fjórhjól í henni. Þau grafa brautina rosalega og persónulega vildi ég ekki fá fjórhjól á mig þar sem ég væri á krossara. Svona hjól er líka 300.000 - 500.000 krónum dýrara en krossari. Viðhald á mótor er örugglega það sama, þetta er með 3 dempara eins og krossari sem hafa örugglega sama viðhald og demparar á krossara. Þarna eru reyndar 3 bremsudiskar og dælur og svo 4 dekk. Þó að svona hjól slíti örugglega ekki dekkjunum jafn mikið og krossarinn þá eru það alltaf 2 dekk í hvert skipti sem þarf að skipta að aftan.
Þannig að eins og staðan er núna myndi ég velja krossarann fram yfir svona fjórhjól þegar kemur að alvöru leiktæki með hráa orku og ekkert aukadót. Það eina sem kæmi til greina í fjórhjóli, væri götuskráður vinnuvargur sem ég gæti notað við veiðar eða í vinnu. Og þó að möguleiki væri að fá svona Quadreacer götuskráðan, þá myndi SuperMOTO hafa vinningin þar. Ég er ekki að segja mönnum að fá sér ekki fjórhjól, spáið alla veganna í notagildinu og ekki forðast krossarann af því að einhver segir að það sé hættulegra. Því það er einfaldlega ekki satt.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: