sunnudagur, 18. nóvember 2007

Staðalbúnaður...



Vatnskassahlífar. Vatnskassar eru dýrir en það eru þessar hlífar ekki. Notkun þessara hlífa hefur aukist mjög vegna þess að þær hafa sannað gildi sitt. Og hef ég mjög öruggar heimildir fyrir því að Íslandsmeistarinn í MX2 keyri ekki hjólið sitt án svona hlífa. Þær verða alla veganna komnar í nýju Honduna áður en það verður tilkeyrt. Þessar sem þið sjáið þarna eru frá Works Connection og tók ég myndina af síðunni þeirra. Þeir smíða þetta í öll hjól nema einhverjar einnota kínverskar druslur. En það eru að sjálfsögðu ekki hjól heldur rusl. Nítró er með umboðið fyrir Works Connection þannig að ef þeir eiga það ekki til á lager í hjólið þitt geta þeir örugglega reddað því. Annars er E-bay líka möguleiki ef þið eruð ekki internet hræddir.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: