mánudagur, 12. nóvember 2007

Boðorðin 10, traktorstorfæran og Travis Pastrana...

ÉG sá um daginn í fréttum að á Ítalíu fundust boðorðin 10 hjá mafíunni. Þannig að ég skellti þeim í gríni hér inn og svo fyrir neðan aðlagaði ég þau að AHK. Kannski maður leggi til á næsta aðalfundi að þessu verði bætt inn í lagasafn AHK. Aldrei að vita.


Svona voru þau upprunalega hjá mafíunni.
1. Enginn má kynna sig beint til vina okkar. Það verður alltaf að gerast í gegnum þriðja aðila.
2. Aldrei horfa á eiginkonur vina.
3. Aldrei láta sjá þig með lögreglunni.
4. Ekki fara á bari eða klúbba.
5. Að vera alltaf reiðubúinn fyrir Cosa Nostra er skylda – jafnvel þó konan þín sé að fæða barn ykkar.
6. Algjör virðing verður að vera fyrir fundum.
7. Eiginkonum verður að sýna virðingu.
8. Þegar þú ert spurður um upplýsingar, verður svarið að vera sannleikurinn.
9. Ekki má ráðstafa fé ef það er í eigu annarra eða annarra fölskyldna.
10. Fólk sem getur ekki orðið hluti af Cosa Nostra: hver sá sem á náin ættingja í lögreglunni, hver sá sem er með svikara í fjölskyldunni, hver sá sem hagar sér illa og fer ekki eftir siðarreglum.

Svona eru þau fyrir Hreppakappana.
1. Enginn má kynna sig beint til vina okkar. Það verður alltaf að gerast í gegnum þriðja aðila.
2. Aldrei setjast á hjól/sleða vina.
3. Aldrei láta sjá þig með lögreglunni.
4. Ekki fara á bari eða klúbba nema vera vel til hafður og svalur ef þú ætlar að segja einhverjum að þú sért Hreppakappi.
5. Að vera alltaf reiðubúinn fyrir Hreppakappa og hjólamennskur. Jafnvel þó konan þín sé að fæða barn ykkar.
6. Algjör virðing verður að vera fyrir fundum/leiktækjum og hjólamennskum.
7. Leiktækjum verður að sýna virðingu.
8. Þegar þú ert spurður um upplýsingar, verður svarið að vera sannleikurinn.
9. Ekki má ráðstafa hjóli/sleða ef það er í eigu annarra eða annarra fölskyldna.
10. Fólk sem getur ekki orðið hluti af Hreppaköppum: hver sá sem á náin ættingja í Team Morgan, MX Árborg eða Vinstri-grænum, hver sá sem er með svikara í fjölskyldunni, hver sá sem gengur ekki frá verkfærunum og er alltaf í "goone-ride" þó hann sé ekki að reyna það.

SVO er ég búinn að gera nokkrar tilraunir til þess að klippa saman myndbandið úr traktorstorfærunni sem var núna um verslunarmannahelgina en hef verið að lenda í miklum tölvuvandræðum. Mynd af Bill Gates og "Error Report" glugganum verða á BOX-púðanum á næstu æfingum. En myndin mun koma hingað inn um leið og hún verður tilbúin.

OG að lokum vill ég benda mönnum á ruglaðasta mann veraldar. Hann heitir Travis Pastrana. Hann er fæddur 1983 og á sér engin takmörk þegar kemur að því að gera ruglaða hluti. Hann er margfaldur freestyle-meistari, motocross-meistari og hann varð Ameríkumeistari í ralli núna í ár. Hann hefur einmitt verið höfuðpaurinn á bak við Nitro Circus myndböndin, fyrir þá sem það þekkja, og var fyrstur allra í heiminum til þess að taka tvöfalt heljarstökk á motocross-hjóli. HÉR er heimasíðan hans og HÉR má sjá myndband af honum úr rallinu. Viðbrögð hans við veltunni segja allt sem segja þarf um manninn. Ég mæli eindregið með því að fletta upp fleiri myndböndum með honum á YouTube.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: