fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Til skammar...

Já, það má með sanni segja að þetta sé til skammar. Við erum ekki að standa okkur í þessu. En það er bara brjálað að gera hjá okkur umsjónarmönnum. Við því er ekkert að gera. Við verðum að bæta úr þessu þegar tími finnst. En ég ætla að skella hér inn nokkrum pælingum.

Smá breyting varð á lögunum okkar vegna þess að UMFÍ var að uppfæra lög sem stönguðust á við okkar. Það voru engar stórar breytingar, bara orðalag. Og jafnframt þurftum við að bæta einum í stjórn, því að þó að Egill hafi verið varamaður þá var hann greinilega með kosningarétt á stjórnarfundum og því vantaði oddamann. Það leiddi til þess að Jón Þór Tómasson er nú kominn í stjórn Hreppakappa sem varaformaður og meðstjórnandi. Þannig að þið megið líka rífast í honum og hann er fyrsti maður til þess að tala við ef ykkur líkar það illa við mín verk að þið viljið losna við mig. Og ég býð Jón Þór velkominn í stjórnina fyrir hönd stjórnarinnar.

Ég fór þann 3. nóvember s.l. á fyrsta formannafund MSÍ. Þar voru saman komnir flest allir formenn akstursíþróttafélaga innan MSÍ. Alla veganna frá félögunum sem skipta einhverju máli. ;)Það var gaman að sitja þann fund þar sem ýmislegt var rætt. T.d. keppnisfyrirkomulag 2008 og keppnisdagatalið. Svo seinna um daginn á sama stað var haldin verðlaunaafhending MSÍ fyrir keppnisárið 2007. Ég mætti þangað líka og sá Einar, Valda, Binna, JóaKef, Aron, Kareni og alla hina taka á móti verðlaununum.

8 nýjir félagar streymdi inn í félagið um daginn. Þeir voru Tómas Þórir, bræðurnir Axel og Eiríkur frá Sandlæk, Einar Einarsson, Guðjón Steinþórsson, Villi frá Skeiðháholti, Villi Þór stuntman sem stekkur á Hondunni af TOYOTA-SCANIUNNI í American Style auglýsingunni og að lokum tel ég upp manninn sem sá um að skrá Skeiðamennina og Gnúpverjana en það er hann Ólafur Freyr frá Björnskoti. Og býð ég þá velkomna í félagið.

Ný hjól streyma líka í félagið. 2008 Honda CRF450-R (MITT), 2008 Honda CRF250-R, 3 ný 2008 Suzuki RMZ-450 með innspýtingunni og svo býð ég eftir því að Begga fái sér Hondu!! :)

Ég föndraði nýjan haus á síðuna, vona að hann sé nógu cool og smooth fyrir þetta félag. Puff, hvað er ég að bulla. Auðvitað er hann nógu cool og smooth. Ég bjó hann til, ég er á honum og Hondan er að hafa KTM-ið. Fullkomið.

Hef ekkert meira eins og er. Ég minni bara enn og aftur á það að það væri frábært ef við heyrðum eitthvað frá félagsmönnum. Hvað finnst þeim um félagið? Hvað finnst þeim vanta? Hvað vilja menn gera? Hvað vilja menn gera betur? Hvað finnst þeim um stjórnina? Eru einhverjar breytingar hjá mönnum varðandi tækjaeign? Félagið getur verið fært um ýmislegt, en það framkvæmir ekki hugmyndir sem koma ekki upp á yfirborðið. Hvað viljiði? Og ég vill fá að heyra frá öllum. Er eitthvað sem við getum gert fyrir yngstu mennina í félaginu? Vilja þeir námskeið í viðhaldi og hjólamennsku? Eigum við að reyna að fá einhver snilling til þess að halda demparanámskeið? Eigum við að reyna að fá snilling til þess að kenna okkur að hjóla? Eigum við að safnast saman sem höfum náð aldri og skemmta okkur með fullorðinsaðferð? Eigum við að fara í lautarferð? Alla veganna.... Látið í ykkur heyra.

Og endilega segið mér hversu töff nýji hausinn er... :)

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: