sunnudagur, 30. desember 2007

Fundur og körfubolti...

Í gær var haldinn aukaaðalfundur félagsins. Þar voru lagabreytingarnar samþykktar og stjórninni breytt. Sem þýðir að núverandi stjórn samanstendur af sömu mönnum í sömu stöðum að því undanskildu að Egill er ekki lengur í stjórn en inn komu Jón Þór og Berglind. Jón Þór er einnig meðstjórnandi og varaformaður. Þakka ég Agli fyrir sín störf og býð ég nýju stjórnarmennina velkomna.
Mér fannst mæting ekki vera alveg í samræmi við það sem ég var búinn að heyra frá mönnum. En svo heyrði ég í dag að í samanburði við annað ónefnt félag var hlutfallið mjög gott.
Myndbönd félagsins runnu í gegn fyrir fundinn og svo tóku við umræður. Nokkur atriði voru tekin fyrir í liðnum Önnur mál. Hér fyrir neðan ætla ég að fjalla stuttlega um þau mál.
Félagsgjöld. Félagsgjöld verða sett á í félaginu núna eftir áramót. Þau hljóða upp á 5.000 krónur á hvern meðlim á og yfir 17 ára aldri (þeir sem verða 17 ára árið 2008 greiða félagsgjöld). Öðruvísi verður staðið að félagsgjöldum fyrir þá sem eru yngri en 17 ára. Og verður sá háttur hafður á að þeir sem ekki verða búnir að greiða 5.000 krónur í félagsgjöld þann 15. febrúar 2008 inn á reikning Hreppakappa verða teknir af félagaskrá. Nánari upplýsingar um bankareikninginn koma seinna.
Einnig var rætt um keppnisárið 2008. Ætlunin er að koma með fullgilt keppnislið í Íslandsmótið í MX og Enduro. Þeir sem verða í liði skuldbinda sig til þess að mæta í öll mót og sinna sportinu af metnaði. Hins vegar geta þeir sem vilja prófa, tekið þátt í bikarmótum og kannski Langasandskeppninni.
Rætt var um ábyrgð félags á hegðan félagsmanna og beindi stjórninn þeim tilmæla til félagsmanna að þeir endurspegli félagið og fari því að gát en jafnframt sé félagið ekki forráðamaður félagsmanna.
Estró-Testó-2008 var líka rædd. Tekin voru niður nöfn þeirra sem hafa hug á að fara. Til þess að auðvelda stjórninni starfið við að skipuleggja ferðina, þ.e. finna gistingu, velja daga og finna út aðferð við að flytja fólk, hjól og fatnað milli staða ætlum við að setja skráningarfrest og skráningargjald. Þannig að þeir sem ætla sér að koma með, greiða 5.000 króna skráningargjald á sama tíma og þeir greiða félagsgjöldin. Þannig að 15. febrúar verður komið á hreint hverjir verða áfram í félaginu og hverjir ætla í ferðina. Þeir sem ákveða að koma með í ferðina eftir 15. febrúar verða að redda sér að öllu leyti sjálfir. 5.000 krónurnar sem greiddar verða inn á ferðina fara í kostnað við að leigja bíl undir mannskapinn. Því upp kom sú hugmynd að leigja Econoline þar sem 16 manns eru þegar skráðir í ferðina. Lagt verður af stað í ferðina mánudaginn 9. júní og komið verður heim 16., 17. eða 18. júní. Ekki er fullbúið að skipuleggja ferðina en nú er um að gera að menn skrái sig inn á spjallið svo þeir geti tekið þátt í undirbúningnum.

Svo í dag mættu Hreppakappar með lið í firmakeppni UMFH í körfubolta og stóð Team Hreppakappar uppi sem sigurvegarar. Keppti liðið fyrir hönd Gunnbjarnarholts og hlutu þeir að verðlaunum einn hring á Golfvellinu í Ásatúni. Erfitt reyndist hins vegar að manna lið Hreppakappa og var því einn maður í liðinu sem er ekki skráður Hreppakappi. Það var hann Árni Þór Hilmarsson frá Syðra-Langholti og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið.

Fleira var það ekki að sinni en ég vill benda félagsmönnum á eitt gott orðatiltæki sem mun auðvelda stjórninni sitt starf við skipulag félagsstarfs:

"Don´t talk the talk if you can´t walk the walk!"

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: