laugardagur, 5. janúar 2008

Sidecar motocross eða side-car-cross...


Já þetta er afbrigði sem mér hefur alltaf fundist mjög sérstakt. Spurning hvort við eigum ekki bara að föndra hliðarvagna og halda fyrstu mótaröðina í hliðarvagn-motocross-i. En mikið andskoti hlýtur að vera erfitt að hanga á þessu sem þeir kalla hliðarvagn.
Þessi grein er vinsælust í austur-evrópu en þekkist samt líka í USA og Ástralíu. Keppt er á 500 cc KX og CR og einnig með vélar frá fyrirtækjum sem heita MTH, sem framleiða 630cc 2-stroke, og Zabel sem framleiða 700cc 2-STROKE!! Þessi tvö hafa haft yfirhöndina í þessum keppnum. Þeir halda líka side-car-cross des nations og heitir sá besti/þekktasti Daniel Willemsen og hefur hann orðið heimsmeistari 6 sinnum skv heimildunum sem ég fann. Sem er samt skrýtið að bara einn sé talinn upp því að gaurinn í hliðarvagninum gerir nú bara heilan helling.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: