miðvikudagur, 5. desember 2007

Kæru Hreppakappar, aðrir Hrunamenn, nágrannar og velunnarar...

Vegna lagabreytinga UMFÍ þurfum við að breyta lögum okkar örlítið og þá einnig stjórninni. Þessar breytingar þarf að samþykkja á fundi til þess að geta sent lögin til UMFÍ. Og því fannst okkur í stjórninni tilvalið að hittast síðustu helgi ársins og halda aukaaðalfund á Útlaganum. En við ætlum ekki bara að hafa fund. Við ætlum að byrja á því að horfa á öll myndböndin sem hafa orðið til við starfsemi félagsins. Svona lítur dagskráin þá út laugardaginn 29. desember 2007:

Klukkan 14:00 Götuspyrnan – myndband frá fyrsta móti Hreppakappa. En þar tók Erlingur Þór þátt í götuspyrnunni á Akureyri.

Klukkan 14:05 Moto-verzló – myndband frá fyrsta mótinu sem Hreppakappar héldu. Og var það motocross í Hverabakkagryfjum með maður-á-mann keppnisfyrirkomulagi.

Klukkan 14:30 Traktorstorfæran 2007.

Klukkan 15:00 Testó 2007 – heimildamyndin um hringferðina sem stjórnin fór.

Klukkan 16:00 Fundur

Dagskrá fundar:

1. Setning
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Tillögur til lagabreytinga og aðrar tillögur lagðar fram.
4. Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.
5. Kosning laga.
6. Kosning formanns.
7. Kosning stjórnarmanna.
8. Önnur mál.
9. Fundargerð lesin upp til samþykktar.
10. Fundarslit.

Erfitt er að áætla fundarslit. Umræður gætu skapast og einnig gæti allt runnið ljúft í gegn og tekið því bara stutta stund. Allir eru velkomnir þó að félagsmenn einir hafi kosningarétt. Stjórnin hvetur alla til þess að koma og sjá hvað við höfum verið að gera og sérstaklega þá sem hafa eitthvað fram að færa eða vilja skrá sig í félagið.

Virðingarfyllst
f.h. AHK
Sigurjón Snær Jónsson
Formaður

Engin ummæli: