miðvikudagur, 5. desember 2007

Öryggisherferð...


Honda fóru af stað með öryggisherferð sem þeir kalla Stupid Hurts. Eða einfaldlega, heimska er sársaukafull. Og held ég að það verði aldrei ítrekað of mikið að öryggisbúnaður sé í lagi í akstursíþróttum. Persónulega hef ég heyrt of mikið af slysasögum þar sem menn ætluðu "rétt að skreppa" og fara því ekki í gallann og þá fer allt til fjandans. Ég hef reynt eftir megni að fara eftir því sjálfur. Pabbi áminnti mig nú þegar ég kom gallalaus inn á tún í sumar á hjólinu í heyskapinn.
Dirt Rider völdu einmitt kragann góða, sem ég sagði frá um daginn, vöru ársins í motocross-inu. Og er sá kragi einmitt gott mótsvar við hinum gífurlega hraða sem nú er orðinn í þessu sporti. Raddirnar úti um að hætta með 450cc hjól og fara niður 350cc verða sífellt háværari og spurning hvort að AMA og framleiðendur fari að íhuga þær breytingar alvarlega.
Það kemur okkur kannski ekki mikið við en ég vill alla veganna biðja Hreppakappa um að passa öryggisbúnaðinn og það er ekkert að því að áminna hjólafélagana um að gera slíkt hið sama.

EL GRJÓNÓ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr! :) Djöful þarf maður að fara að heyða pening í spelkur og kragann góða :/ :)

Nafnlaus sagði...

Já, ég held það sé málið. Það eiga örugglega eftir að koma aðstæður þar sem maður verður annað hvort þakklátur fyrir að hafa haft dótið eða sér eftir því að hafa ekki haft það. Spurning hvort maður þarf að upplifa fyrst. :) :(