þriðjudagur, 4. desember 2007

Nick Sanders...

Í Leifsstöð, á meðan ég beið eftir fluginu til Kaupmannahafnar, hugsaði ég um að ég þyrfti afþreyingu í vélinni. Þannig að leið mín lá í bókabúð og þar sem ég greip það sem ég kallaði klám. Svipurinn á ferðafélögum mínum var mjög sérstakur og gaf til kynna að þar hefði álit þeirra á mér alveg horfið. Svipurinn breyttist lítið þegar þeir sáu að "klámið" var 300asta Dirt Rider blaðið. Þar sem fagnað var 25 ára afmæli Dirt Rider. Og svo þegar ég var á Kastrup-velli á leiðinni heim ætlaði ég mér eitthvað svipað. En þá mundi ég eftir því að Danir versla ekki við Bandaríkjamenn nema þeir virkilega þurfi þess. Sem útskýrir líka afhverju ég fann ekkert motocross tengt. FOX-racing er bara eitthvað ofan á brauð hjá þeim. Sem þýðir að ég endaði með Bike í hönd. En það er breskt götuhjólablað. Það heillaði mig reyndar strax því þeir voru að fjalla um 10 ára afmæli magnaðasta racer-hjóls sem hefur snert plánetuna. Nei, það var ekki Hayabelja. Hayabrussa hvað? Ég er að tala um Yamaha YZF-R1. Sem hreinlega bjargaði Yamaha á sínum tíma og hefur ekki gert neitt annað síðan en að tróna á toppnum.


Þar lærði ég ýmislegt og fann einnig góða grein um mann að nafni Nick Sanders. Heimasíðan hans hér.

Þessi maður er núna á 7undu ferð sinni hringinn í kringum heiminn á mótorhjóli. En frægasta ferð hans er einmitt sú sem fjallað er um í þessu blaði. Þá fór hann hringinn á 19 dögum og þremur klukkustundum. Enginn hefur verið fljótari hringinn öðruvísi en á einhverju sem flýgur. Og hann fór ekki á ljótu ferðahjóli með töskur fullar af dóti. Hann fór á 2005 árgerðinni af óbreyttu R1 hjóli. Hann var ekki með GPS eða töskur. Bara farsíma og kreditkort. Svo var bara keyrt eins og mögulegt var. Hann fór með 4 ganga af dekkjum, tvo af keðjum og tannhjólum og eitt sett af bremsuklossum. Þegar hjólið var tekið í þjónustu voru 3 menn að vinna í því og dekkin fóru undan og á, hjólið var smurt og allt græjað á 45 mínútum. Hjólið bilaði ekkert. Hann valdi þetta hjól því hann vissi að það myndi ráða við verkefnið. Þegar hann var fastur í umferð á Indlandi í 48 gráðu hita var hjólið að ná 126 gráðum og hélt hann að það myndi klára mótorinn en svo fór ekki og hann gat haldið áfram. Það eina sem hann gat sett út á hjólið var það að lýsingin frá því hefði mátt vera betri.


Metið hans er þó ekki lengur "viðurkennt" af Guinnes vegna þess hve hættulegt það er. Að keyra um svefnvana á 1000cc racer-hjóli með 150 km MEÐALHRAÐA er víst ekki það skynsamlegasta sem menn gera.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: