sunnudagur, 16. desember 2007

Metnaður og ástríða...


Fékk þessa mögnuðu mynd frá Jónsa einn kaldann desembermorguninn. Hún segir allt sem segja þarf. Sleðinn og hjólin í bakgrunninum á meðan skrúfurnar rjúka í dekkin. Og hugarfarið í góðu standi á meðan. Þetta er alvöru metnaður og vildi ég að ég ég væri búinn með skólann svo ég gæti verið á fullu líka. En það kemur að því með nýju ári. Ég held að þessi mynd sé góð í að minna okkur á að gera það sem okkur finnst gaman og ekki láta neinn aftra okkur frá því að leika okkur. Við verðum að varðveita barnið í okkur og nú megum við gera það með 55+ hesta í klofinu. Ég er mjög ánægður með val mitt/hugans/líkamans á áhugamáli.

EL GRJÓNÓ

ps. minni á fundinn 29. des.

Engin ummæli: