sunnudagur, 16. desember 2007

Vinnan að baki metunum...


Ég sá á Morgan.is að það eru tveir menn að reyna við lengdarmetið í stökki á motocross-hjóli. Sá sem kom á undan inn ætlaði að reyna við 350 fet minnir mig og nú er komin færsla um annan sem ætlar að reyna að toppa 400 fet. Og svona til þess að skjalfesta og þinglýsa alvörunni í því að þá eru 300 fet 91,44 metrar og 400 fet eru 121,92 metrar!! Hérna að ofan er hægt að sjá metið á vélsleða sem sett var í apríl 2006. Það er upp á 238 fet eða 72,54 metra. Og svo fyrir neðan er hægt að sjá sama mann bæta sitt eigið met í mars 2007 og þá nær hann 245 fetum eða 74,67 metrum. Og seinna metið er sett í veðri sem Ísland ætti að vera stolt af.

Reyndar veit ég ekki hvort hann sé búinn að reyna meira. Hann stefnir á 300 fetin. Ég þarf að leita að því.

EL GRJÓNÓ

ps. Setti hér inn hægra megin "Heyrst hefur..." um daginn. Þar set ég inn slúður og vitleysu sem ég heyri "utan úr bæ". Reyni að uppfæra það reglulega.

Engin ummæli: