mánudagur, 14. janúar 2008

Sleðaferð yfir Mýrdalsjökul.


Já piltar og pæjur, það var ekki amalegt veðrið sem beið mín og félaga minna þegar við kíktum upp á Mýrdalsjökul og inn fyrir Strút um helgina. Færið var eins og best verður á kosið. S.s. púður í bland við harðfenni. Það var svo sem enginn djöflagangur. Það voru nokkrir nýliðar og nokkrir Doo-Doo sleðar. Nýliðarnir voru svolítið að festast í púðrinu og smeikir í giljunum, en það er ekki hægt að ætlast til að þeir fæðist fullkomnir í þetta. Ég var engu skárri þegar ég byrjaði. Doo-Doo-inn, góður sleði og allt það, nema að hann eyðir svakalegu bensíni. Mér fannst stoppin of mörg til að tanka.

Meðan byrjendurnir lærðu...

...tóku hinir hressilega á því.

Þetta er svona til að sýna ykkur félagsmönnum að það er meira en motocross í þessu félagi, þó það líti út fyrir það. Og ég veit að ég er ekki sá eini sem stunda sleðann svo ég legg til að við sem erum á sleðum smölum okkur saman og kíkjum einhvern góðan dag eitthvað í snjóinn. Væri til í að hitta þá á spjallinu sem fyrst =)

Kveðja, Jónsi #889#

Engin ummæli: