mánudagur, 14. janúar 2008

Þéttpakkað...


Það er heldur betur hjólasumar fram undan. Klaustur var slegin af og í staðin kemur 12 klukkustunda keppni í Bolöldu. En nú eru farnar að heyrast raddir sem segja að hjólarar eigi samt að taka frá helgina í lok maí. Því í bígerð sé 6 tíma Offroad Challenge nálægt Reykjavík. Og staðan er þá mögulega svona. 17. maí keppum við í fyrsta mótinu sem er enduro. Annað hvort á Hellu eða í Bolöldu að mér skilst. Helgina eftir það yrði þá keppnin sem kemur í staðin fyrir Klaustur. Svo 7. júní yrði fyrsta MX mótið sem haldið er í Sólbrekku og viku seinna yrði enduro á Akureyri. Sem er BY THE WAY í Estró-Testó sem hefst 9. júní og nær eitthvað um eða yfir 17. júní. Og helgina eftir það enduro-ið, varla komnir heim úr Estró-Testó, þá er 12 tíma keppni sem hefst á laugardagskvöldinu. Þannig að fyrir þá sem ætla að vera með metnaðinn segi ég; ,,Takið sumarið frá!" Það verður nóg að gera. Ef við fáum ekki keppnisreynslu í sumar þá held ég að við ættum bara að snúa okkur að fuglaskoðun eða leir. Talandi um leir, ég fæ bara sveran hnút í magann að hugsa um fyrsta startið. En þetta verður líka alveg ógeðslega gaman.
Hvað segja þeir sem ætla að keppna, eigum við að reyna að fá einhvern snilling til þess að reyna að segja okkur eitthvað aðeins til?? Bara svo séum ekki að hafa okkur sjálfa alveg að fíflum?

EL GRJÓNÓ

5 ummæli:

Unknown sagði...

Já, hvernig væri að fá Valda Pastrana?

Akstursíþróttafélag HreppaKappa sagði...

Ég var einmitt að hugsa það. JóiKef er á fullu með Yamaha-liðið og er víst búinn að bjóða Gumma að koma. Gummi verður svo lengi um brautina á Yaris-num að Jói verður þar í allt sumar. :) Við ræðum það á liðafundinum. Eigum við ekki bara að reyna að halda liðafundinn fljótlega?

Unknown sagði...

Jú Kílum á það, maður fer að fá í magan af stressi yfir þessu.

Nafnlaus sagði...

júú er þaggi bara :) og fá námskeið til að fínpússa stílinn eitthvað eða fá einhvern stíl :)

Nafnlaus sagði...

já list bara vel þetta 12 klst og 6 klst offroad dæmi ég er allavega til.
það væri fint að fá fund til að stilla sig saman og ræða málinn ekkað..