miðvikudagur, 5. mars 2008

Málið dautt...

Já, þetta virðist bara vera dautt batterí. Ef einhver getur útvegað mér fleiri klukkustundir í sólarhringinn þá gæti ég gert meira. Þá lýtur út fyrir það að ferðafundurinn verði ekki fyrr en um páska.
Við erum að fara á þing MSÍ þann 15. mars. Ég mun fara ásamt einhverjum tveimur öðrum. Þar verður stefna MSÍ mótuð enn frekar.
Þing HSK var um helgina en Hreppakappar voru ekki með fulltrúa þar. Smá samskiptaörðugleikar og tímaleysi olli því.
Mig langar til þess að hafa einhvern góðan dag með yngri meðlimum félagsins, laugardaginn fyrir páska. Ég er reyndar ekki búinn að útfæra það alveg, fer eftir veðri og aðstæðum. Það rignir þó núna en spurningin er, er veturinn að hverfa á braut? Og þó hann sé að fara núna, verður eitthvað farið að þorna um páska? Hverabakkabrautin verður örugglega eitt drullusvað, þannig að við verðum kannski að reyna að finna annað svæði til þess að fara á til þess að æfa okkur. Ef einhver er með hugmynd, þá endilega láta hana sjá dagsljós annað hvort með athugasemd hér eða senda póst á félagið.
Svo er aðalfundur í apríl og verður það líklega í síðasta skiptið sem hann verður haldinn í apríl. Stefna MSÍ er að færa allt til hausts, sem er góð stefna.

Hef lítið annað að segja í bili. Ég veit að það þarf að skeina málum hérna en ég mun reyna eftir megni að vinna að þeim málum. Ný síða er í smíðum. Það verður gaman að fá hana. Svo bíð ég bara eftir því að geta farið að hjóla af alvöru. Og ef þið vitið um einhvern sem er að leita að notuðu 450 crosshjóli og þæginlegu verði, látið mig þá vita.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: