mánudagur, 10. mars 2008

Hugmynd...



Ég var að velta einu fyrir mér. Eigum við ekki að safnast saman og fá okkur að hjóla í Þykkvabænum á skírdag eða föstudaginn langa? Hef heyrt að jeppaferð sé á dagskránni um páskana þannig að þeir sem í hana ætla komast kannski frekar að hjóla á skírdag. Og svo um kvöldið væri tilvalið að hittast og halda ferðafundinn fyrir ferðina góðu. Bara hugmynd, tjáið ykkur. Yngri meðlimir félagsins hefðu líka bara mjög gott af því að koma með.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er geim í ferð á skírdag:P

-Þráinn Þ

Nafnlaus sagði...

ég myndi koma ef ég væri ekki í USA:D

Nafnlaus sagði...

Get ég alveg farið á pit bike-inu mínu?????

Andi Þórarinsson

Nafnlaus sagði...

Já, pit-bike ætti alveg að ganga í Þykkvabænum. Þetta er reyndar sandur og hann getur verið djúpur og erfiður á köflum en það er bara þegar þið farið frá sjónum. Upp við sjóinn er hann pakkaður og fínn. Held að það ætti ekki að vera vandamál. Það er bara um að gera að prófa. :)

Nafnlaus sagði...

ég vonadi mæti báða daga verður maður ekki að taka naglana undan

Nafnlaus sagði...

Axel og eirikur er til i slaginn og ætla að hjóla á skírdag..!
óli myndi koma en :( það er ekki hægt vegna meiðsla.
er ekki máilið að senda sms á liðið og láta alla vita sem kunna ekki á tölvur.?

Nafnlaus sagði...

Það er kannski málið að senda SMS. Ætli Honda-bræður komi ekki líka? Ég mun alla veganna mæta með þrjár Hondur á kerrunni minni. :)
En það er farið að verða spurning hvað verður úr 22. mars. Heimir ætlaði að moka upp pöllum í gær en það var of mikið frost í jörðu. Þurfum að skoða þann daginn þegar nær dregur.

Nafnlaus sagði...

það er spáð rigningu eftir helgi

Nafnlaus sagði...

heirðu ef það verður farið á fimtuda hvenar ætli þið að vera komnir????

Andri

Nafnlaus sagði...

Ertu þá að spá hvenær við myndum leggja af stað í Þykkvabæinn? Ég myndi vilja leggja af stað um hádegi. Troða í andlitið á sér og leggja í hann. Komnir heim síðan bara einhvern tímann um 6 eða 7. Hvað eruð þið margir í yngri kantinum sem gætuð hugsað ykkur að koma í Þykkvabæinn? Við þurfum einhvern veginn að koma ykkur þangað. Ég er með fulla kerru og Jónsi kemur úr bænum og fer þangað aftur. Spurning hvað Egill getur tekið af hjólum.

Nafnlaus sagði...

Pabbi ætlar kannski að keyra okkur og þá gætum við kannski tekið 3 hjól. Það erum þá ég og Andri senileg,ef hann getur reddað sér hjóli. Þá er pláss fyrir einn enn, en bara ef hann getur keyrt.

Nafnlaus sagði...

Það væri flott ef hann gæti keyrt. Ég veit að Steinar már vill fara líka, Heimir er úti í löndum. Haldið þið að fleiri séu tilbúnir að fara? Kristján, Hjörleifur, Páll Orri eða Axel?

Nafnlaus sagði...

Axel var eitthvað að spá, en ég er ekki viss með hann. Steinar gæti þá sennilega komið með okkur, EF pabbi getur keyrt.
En mér skylst að það eigi að vera rok og leiðindi á fimmtudag!!