fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Verslunarmannahelgin 2007. Traktorstorfæran og motocross.



MOTOCROSS. Nú hefur AHK haldið sitt fyrsta motocross-mót. Og var það haldið í brautinni sem var fyrsta tilraun AHK til þess að búa til braut. Við gerðum brautina í landi Þorleifs á Hverabakka og fær hann okkar bestu þakkir fyrir að gera þetta mögulegt. Brautin virðist bara hafa heppnast vel. Að undanskildum einum palli sem hefði þurft meira pláss til þess að virka sem skyldi. En þá var ekkert annað að gera en að jafna hann og búa til stökkpall annarsstaðar í staðinn. En aftur að mótinu. 7 keppendur voru í motocross-flokki og 2 í fjórhjólaflokki. Þarna uppi má sjá verðlaunahafana í motocross-flokki. Erlingur í fyrsta sæti, Ágúst í öðru og Jón Þór í því þriðja. Í fjórhjólaflokki voru feðgar að eigast við. Þeir voru jafnir eftir 2 umferðir en í þeirri þriðju velti sá yngri hjólinu. Hann var sem betur fer vel klæddur í öryggisgalla og hefur hann bjargað miklu þar. Og vil ég hér þakka Borgþóri og Steingrími í björgunarfélaginu Eyvindi fyrir að hafa staðið vörð í keppninni á sjúkrabílnum og sýndu þeir skjót og góð viðbrögð þegar slysið varð. Einnig vil ég þakka Vífilfelli fyrir Berg-Topp og Kappa Kakómjólk til þess að sjá til þess að enginn yrði þyrstur. Einnig sköffuðu þeir verðlaunin. Og að lokum vil ég þakka Gröfumönnum ehf og þá sérstaklega Jóni Þór
sem sá til þess að þetta væri allt mögulegt.



TRAKTORSTORFÆRAN. Einnig komu Hreppakappar að traktorstorfærunni. Hún var í boði Jötunn Véla, Vífilfells og Kaupþings. Og þökkum við þeim kærlega fyrir. Hún fór bara vel fram og endaði hún þannig að Ölvir Karl varð heimsmeistari, Einar Sigurjónsson annar og Kristinn Eiríksson þriðji. Einnig vann Kristinn tilþrifaverðlaunin. Brautin var nú dýpri en áður hafði sést og um stund virtist Einar þurfa öndunarpípu sem náði upp fyrir þak. Reyndar virtist vanta þá í staðinn hraða kafla í brautina en við vorum að koma að brautargerð fyrir þessa keppni fyrst núna.
Ég er að smala myndum af báðum keppnum og munu þær koma fljótlega inn. Svo mun ég klippa til "hápunkta-myndband" úr báðum keppnum. Þau munu koma hér inn.

EL GRJÓNÓ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey Góði.. Þú gleymdir að þakka mér fyrir myndirnar.. :)

Nafnlaus sagði...

Og by the way..
Hvar eru peysurnar okkar ??