miðvikudagur, 19. mars 2008

Þykkvibær er enn á dagskrá á skírdag....

Sælir sælir.

Þykkvibærinn er enn á dagskrá. Stefnan er að borða hádegismat og fara síðan af stað. Við verðum bara að passa að fara á bílum sem komast alveg niður í fjöru og svo þegar þangað er komið þá högum við okkur eins og menn. Látum hólana í friði. Fjaran er urrandi löng og svo er braut þarna. Það dugir okkur alveg.
Stefnan er tekin á Sólheimasand á föstudaginn langa. Nánar um það á morgun.

Ég held að við verðum því miður að slá skipulagið af 22. mars. Fresta því fram í apríl. Ég var að tilkeyra hjólið í dag og fór hring í hreppnum. Snjór, klaki og drulla eru alls ráðandi og ég segi að það borgi sig að bíða. Við gerum þetta bara almennilega þegar færi gefst.

Tjáið ykkur bara...

EL GRJÓNÓ

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh ég hélt að það hafi verið hætt við etta:( Ég var ekkert heima í gær og gat því ekkert kíkt síðuna og var bara að sjá þetta núna, sem er náttla allt of seint. En hvað er þetta á föstudaginn langa?? Væri til í að fara í þð en pabbi getur ekki keyrt þá.

Nafnlaus sagði...

Það var ekkert farið á Skírdag. Ég og Ágúst renndum yfir í Gnúpverjahrepp og hittum þar fleiri sem gerðu tilraun til þess að hjóla en rokið var ekki eðlilegt og Þjórsárdalur var fullur af snjó. Þannig að þú misstir ekki af neinu. Við ætlum að fara á Sólheimasand í dag en það er meira fullorðins. Við stefnum á Þykkvabæinn á morgun, þannig að fylgist með síðunni. Ég reyni að setja allar upplýsingar hér inn því það er erfitt og mikið verk að hringja í alla.

Nafnlaus sagði...

sælir. Mig langar að lýsa yfir ánægju minni á þeim áhuga hjá mönnum að virða óskir landeigenda í Þykkvabæ. Ég er þaðan og var þar í dag. Mér heirðist á mönnum þar að það sé ansi stutt í að umferð verði mjög takmörkuð um fjörurnar, svo ég vona að menn hafi vit á að kvíla staðinn í nokkrar vikur. Allavegana á meðan lausn fynnst á þessu máli. Ég veit að bændurnir vilja leifa akstur, en hann má ekki fara út í þá vitleisu sem er búin að vera undanfarið.

Nafnlaus sagði...

Já, maður skilur alveg hlið landeiganda í þessu máli. Þegar menn eru að taka af á túnunum, keyra um allar trissur og keyra yfir girðingar. Það er leiðinlegt að svona sé komið því það er svo gaman að hjóla í fjörunni og eru nú ekki margir kostir í stöðunni. Sérstaklega eftir að Sandvík var alveg lokað.