mánudagur, 14. apríl 2008

Aðalfundur AHK verður haldinn 26. apríl klukkan 14:00 á Útlaganum...

Já, nú er komið að hinum árlega aðallfundi. Hann verður haldinn á Útlaganum Flúðum laugardaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 14:00.

Dagskráin hljómar svona:

1. Setning
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar og nefnda lagðar fram til umræðu og samþykktar.
4. Reikningar síðasta reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar.
5. Kosning nefnda sem starfa á aðalfundi.
6. Sjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
7. Tillögur til lagabreytinga og aðrar tillögur lagðar fram.
8. Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.
9. Kosning lagabreytinga.
10. Kosning formanns.
11. Kosning stjórnarmanna.
12. Kosning skoðunarmanns reikninga.
13. Önnur mál.
14. Fundargerð lesin upp til samþykktar.
15. Fundarslit.

Tvö lagaákvæði eru lögð fram til breytingar. Þ.e. að færa til reikningsár félagsins og aðalfundinn. Þetta tvennt þarf að færa til keppnistímabils og er tillagan sú að aðalfundurinn verði þá haldinn í október. Þetta er gert í samráði við MSÍ sem stefnir á að færa sitt tímabil líka og ætlunin er að samræma öll félögin sem eru undir MSÍ í að gera slíkt hið sama.

Einnig verður þennan daginn eftir aðalfundinn FERÐAFUNDUR vegna ESTRÓ-TESTÓ-2008. Þannig að ef þið eruð skráð í ferðina þá er skylda að mæta á þann fund.

Og að lokum verður haldinn liða- og keppnisfundur þar sem farið verður yfir stöðu mála fyrir Íslandsmót.

Látum fundaboðið berast og látið félagsmenn vita sem hafa ekki aðgang að internetinu.

EL GRJÓNÓ

Engin ummæli: