þriðjudagur, 1. apríl 2008

Hvað er í gangi...

Ég er búinn að panta keppnisnúmer á nokkra aðila innan félagsins. Er ekki búinn að fá staðfestingu á því hvort við fengum þau.

Ég er búinn að ganga frá Felix kerfinu þannig að nú get ég búið til aðgang fyrir fólk á MSISport.is þannig að það getur skráð sig í mót. Þar var bilun sem ég fékk viðgerð á.

Ég er að vinna að fundarskipulagi og auglýsingu vegna þess að núna í apríl þurfum við að halda aðalfund og verður það sá síðasti sem haldinn verður í apríl. Við munum færa hann aftur í október.

Ég er að vinna í ársskýrslu fyrir félagið sem ég þarf að skila HSK svo að við fáum styrk.

Ég er búinn að vera í sambandi við tölvumenn og nýja síðan er í vinnslu.

Það sem ég þarf, er:

-að klára ársskýrsluna og ársreikninginn.
-að græja fundinn.
-tími
-30.000 króna styrk fyrir heimsíðunni og annan 20.000 fyrir léni og svæði.
-að græja ferðafund.
-tími.
-að græja liðafund.
-staðfesting á keppnisnúmerum.
-að drullast til þess að finna tíma til þess að vinna í svæðamálum.

Þeir sem geta reddað mér einhverju af ofantöldu, mega láta mig vita.

Annars vill ég benda mönnum á það að yngri meðlimir félagsins eru búnir að setja inn myndir af því sem þeir hafa verið að gera heima í sveit. Kíkið endilega á það. Gaman að sjá hvað þeir eru duglegir og hversu margir eru komnir á hjól.

Og ég stefni á að kíkja í Sólbrekkubraut á fimmtudaginn. Leggja af stað milli klukkan 16 og 17 svo ég nái góðum tíma í björtu. Þ.e.a.s. ef þeir loka ekki þá til þess að laga brautina fyrir helgina. Og þeir sem vilja koma með mér eru velkomnir.


EL GRJÓNÓ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg er til ad koma med. Ætladi ad bida med ad hjola ut april svo öxlin verdi sem best en get ekki bedid lengur! Verdum i bandi med tetta