föstudagur, 18. apríl 2008

Head2Head keppni í MX í Hverabakkagryfjunum 26. apríl 2008 eftir aðalfundinn...



Já, þið lásuð rétt. Nú höldum við bara æfingu (mót) heima. Úr því að allir verða á svæðinu þennan dag út af fundinum, þá er um að gera að menn hafi með sér hjólin og við gerum eitthvað grín. Stefnum á að þetta byrji upp úr klukkan 16:00. Þá verðum við vondandi búnir að koma öllum fundamálum frá.

Æft (keppt) verður í tveimur flokkum. Ég lét það nú ráðast af vélastærð. En við skoðum síðan hvort menn verði ekki eitthvað færðir á milli flokkar miðað við aldur og fyrri störf. Byrjum bara á byrjuninni. Þar sem þetta er æfing og þá æfum við allir á eigin ábyrgð og því er skráning hjóla ekki skilyrði. En ég vill ekki fá menn inn á skítugum skónum í ræktina mína og hér eru þá nokkrar grundvallarreglur:
1. Kúplings- og bremsuhandfang skal hafa kúlu á endanum. Einn brotinn endi dæmir menn úr leik.
2. Pústkerfi verður að vera hjólinu til þess að takmarka hávaðamengun. Kraftpúst á borð við FMF og Pro Circuit eru leyfð svo lengi sem þau eru í lagi.
3. Hjólið má ekki leka olíu eða bensíni við það eitt að standa upprétt. Sóðaskapur verður ekki liðinn.
4. Krafa verður gerð á ökumenn að vera í viðurkenndum MX-skóm, með hjálm, gleraugu, brynju og í buxum úr slitsterku efni. T.d. MX-buxur. Mælst er til þess að kragar, hnéhlífar eða -spelkur, olnbogahlífar og nýrnabelti séu notuð.
5. Ölvun eða áhrif annarra efna sem hafa áhrif á viðbragð og hegðun dæma menn að sjálfsögðu úr leik.
6. Iðkendur (keppendur) undir 18 ára aldri (dagurinn gildir) verða að mæta með skriflegt leyfi frá foreldrum. Foreldrum þeirra iðkenda er velkomið að hafa samband við formann fyrir frekari upplýsingar. Sími: 866-9035 eða elgrjono@gmail.com.
7. Tveir menn keyra brautina í einu og keppa við hvorn annan. Allir keppa einhvern tímann við alla og vinnur sá sem hefur flesta sigra eftir eina umferð við alla. Til bráðabana kemur ef menn eru jafnir eftir eina umferð. Skipst verður á að starta úr hvorum flokki. Þjófstart jafngildir tapi.
8. Iðkendur verða að vera félagsmenn AHK. Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við stjórn og einnig á fundinum. Minnum á félagsgjaldið sem er 5.000 krónur fyrir árið.

Þessar reglur eru birtar með fyrirvara um breytingar og áskilur stjórn sér fullan rétt til þess að breyta þeim til þess að auka öryggi iðkenda eða auka skemmtanagildi keppninnar.

Svo um kvöldið vona ég að við getum komið saman einhvers staðar og grillað. Þeir sem hafa aldur til fá sér kannski aðeins af öli en áfengisdrykkja félagsmanna undir aldri verður ekki liðin.

Gott væri ef allir gætu skráð sig sem fyrst svo ég geti sett upp skipulagið fyrirfram og haft það klárt þegar að keppni kemur svo ég geti líka verið með og til þess að spara tíma. Og látið endilega alla vita sem mögulega fara ekki hingað inn á síðuna. Skráning fer fram hér í athugasemdum eða með því að hafa samband við einhvern úr stjórninni. Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við formann. Símanúmer og netfang er að finna ofar í pistlinum.

Með vinsemd og virðingu
EL GRJÓNÓ

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kem klárlega ef ég næ að redda mér kúplingshandfangi :S

Nafnlaus sagði...

mig langar að koma en það fer eftir brautini ég hef aldrei farið í braut á hjólinu og ég held að það yrði skrautlegt að fara í firsta sinn og keppa hehe.

Nafnlaus sagði...

úps kleimdi nafninu

KV Andri

Nafnlaus sagði...

ég kem

Nafnlaus sagði...

Mæti sko

Nafnlaus sagði...

Það skiptir engu máli hversu góðir þið eruð eða teljið ykkur vera. Þetta er bara fíflagangur. Ég mæli með því að taka þátt, því það skiptir ekki máli þó maður klúðri öllu strax í byrjun. Það er alveg ótrúlega gaman að taka þátt í keppni. Og hvergi betra að fá fyrstu reynsluna en í litlu innansveitarmóti.

Nafnlaus sagði...

hvernig væri að skrá mig í þetta mót ég hélt að ég væri búinn að skrá mig með því að senda þér smsið en nafnið mitt er ekki á listanum:/ kv Jón Gunnar

Nafnlaus sagði...

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum lista Jón. Þetta var bara uppkast. Þú ert inni á nýjasta skipulaginu. Það eru fleiri búnir að bætast við á það skipulag og ég ætla að henda lokaútgáfunni inn hérna annað kvöld (föstudagskvöld). Don´t worry, be happy! :)

Nafnlaus sagði...

hehe okey vissi það ekki en sjáumst á laugar daginn ef ég fæ keðju:P

Nafnlaus sagði...

Varstu að slíta keðjuna? Þú velur góða tímasetningu í það.... ;)